FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 8

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 8
6 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Félagið stóð fyrir samtals 24 atburðum á starfsárinu sem veittu um 50 endurmenntunareiningar sem er sambærilegt við árið áður. Heildarmæting á þessa atburði var tæplega 1.500 manns samanborið við 1.400 á fyrra ári. Það er aftur á móti áhyggjuefni hvernig hádegisverðafundirnir hafa þróast. Fyrir um fimm árum síðan og árin þar á undan voru haldnir 9-10 hádegisfundir á ári hverju og mæting að með- altali um 50 félagsmenn. Undanfarin 2-3 ár höfum við verið að fækka fundum til að ná upp mætingunni en á síðasta starfs- ári var meðaltalsmæting samt ekki nema um 25 félagsmenn. Á nýliðnu starfsári þurftum við að fella niður einn fund vegna lítillar bókunar og svo aftur á nýbyrjuðu starfsári núna í október þegar einungis fjórir höfðu bókað sig daginn fyrir fund. Ekki rekur mig minni til þess að það hafi gerst áður síðan ég kom til starfa hjá félaginu og jafnvel fyrir þann tíma. Ný stjórn mun því þurfa að skoða þessi mál vandlega. Þrátt fyrir minni mætingu á hádegisverðarfundi félagsins sem nemur rúmlega 100 manns þá var fjölgun á öðrum atburðum um rúmlega 200 manns. Morgunkornin gengu mjög vel en þar var fjölgun um 40%. Mæting á ráðstefnur var með svipuðum hætti og árið áður, en þær skila tæplega helmingi í heildarmæt- ingu. Námskeið og fræðslufundir stóðu jafnframt undir sínu og gott betur en þar var aukning sem nemur um 25%. Af ein- stökum viðburðum má nefna að fjölmennasta morgunkornið fjallaði um Milestone dóminn þar sem mættu 113 félagsmenn. Fjölmennasta námskeiðið fjallaði um fyrirtækjamenningu, sið- fræði eða spilling en þar mættu 82. Að lokum má geta þess að fjölmennasta ráðstefnan sem FLE hélt á starfsárinu var Reikningsskiladagurinn þar sem 188 mættu til að hlýða á boð- skapinn. neFndarstarF Að venju eru fastanefndir félagsins mikilvægur hlekkur í starfsemi þess og bera oft hitann og þungann af ákveðn- um málefnum. Á liðnu starfsári hefur meginþungi starfa Reikningsskilanefndarinnar legið í því að fylgja eftir og kynna breytingar á ársreikningslögunum frá síðast liðnum vetri. Það endurspeglaðist meðal annars í því að Reikningsskiladagurinn núna í september fjallaði meira og minna um þær breytingar og ýmis önnur atriði sem þær munu leiða af sér. starFsemi Fle byggt á skýrslu Frá aðalFundi 2016 Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE Að venju eru fastanefndir félagsins mikilvægur hlekkur í starfsemi þess og bera oft hitann og þungann af ákveðnum málefnum

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.