FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 16
14 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017
ársreikningalög
Sæmundur Valdimarsson er endurskoðandi hjá KPMG
Upp hafa komið
ýmis álitamál um beitingu tiltekinna
lagaákvæða. Það var viðbúið að svo
yrði, jafnvel þó vandað sé til verka við
lagasetningu og reynt að fremsta
megni að hafa lagaákvæði skýr
álitamál og önnur mál
Í júní 2016 samþykkti alþingi breytingar á lögum um ársreikn-
inga. Breytingarnar, sem að stórum hluta má rekja til innleið-
ingar á tilskipunum Evrópusambandsins, eru afturvirkar og
gilda fyrir fjárhagsár sem hófust 1. janúar sama ár eða síðar. Í
innsendum erindum við frumvarp að breytingalögunum kom
fram að afturvirk lagasetning væri óheppileg. Ekki var tekið tillit
til þeirra ábendinga. Upp hafa komið ýmis álitamál um beitingu
tiltekinna lagaákvæða. Það var viðbúið að svo yrði, jafnvel þó
vandað sé til verka við lagasetningu og reynt að fremsta megni
að hafa lagaákvæði skýr. Erfitt er að sjá hver álitamálin verða
fyrr en að beitingu nýrra ákvæða kemur. Því hefði verið heppi-
legra að lögin giltu frá og með árinu 2017, svo tími ynnist til að
kryfja til mergjar það sem óljóst kann að vera. Má til saman-
burðar geta þess að þegar gefnir eru út nýir alþjóðlegir reikn-
ingsskilastaðlar er þeim félögum er þeim beita gefinn tími,
jafnvel nokkur ár, til að undirbúa breytingar. Í þessari grein
verða tíunduð nokkur efnisatriði lagabreytinganna og gerð
grein fyrir álitamálum sem upp hafa komið. Svörum kann að
vera áfátt í sumu enda ekki öll kurl komin til grafar. Það er von
greinarhöfundar að álitsnefnd FLE, nýskipað reikningsskilaráð
og eftir atvikum skattyfirvöld muni sem allra fyrst senda frá
sér álit á þeim málum sem hér verða tíunduð.
hlutdeild og arður
Segja má að með breytingum á ársreikningalögum sé búið að
rjúfa sambandið milli hagnaðar og óráðstafaðs eigin fjár.
Þannig er ekki sjálfgefið að hagnaður sem færður er í rekstrar-
reikning sé að öllu leyti tækur til arðgreiðslna þó að um óráð-
stafað eigið fé sé að ræða . Meðal þess sem hér skiptir máli er
ákvæði um að nemi hlutdeild sem færð er í rekstrarreikning
vegna afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga hærri fjárhæð en
sem nemur mótteknum arði, eða þeim arði sem ákveðið hefur
verið að úthluta, skuli það sem umfram er fært á bundinn
reikning meðal eigin fjár. Þrátt fyrir að ákvæðið virðist einfalt
við fyrstu sýn hafa vaknað ýmsar spurningar um beitingu þess.
Má þar nefna eftirfarandi:
1. Skal reikna út bindingu vegna hlutdeildar umfram arð
vegna fyrri ára, þ.e. reikna út bindingu miðað við 1. janúar
2016 eða hefst bindingin frá og með árinu 2016?
2. Ef hlutdeild frá fyrri árum telst óbundin skal þá samt sem
áður færa móttekinn arð sem rekja má til afkomu fyrri ára
til lækkunar á útreiknaðri bindingu?
3. Má eða skal við útreikninginn jafna saman hlutdeild í
hagnaði eins félags á móti hlutdeild í tapi annars félags?