FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 28
26 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017
Descartes kerfið er þróað af og í eigu norsku endurskoðenda-
samtakanna, Norwegian Institute of Public Accountants. Kerfið
hefur verið í notkun frá því á árinu 1998 og hefur verið notað af
yfir 2700 endurskoðendum, mest í Noregi, Slóveníu og á
Íslandi. Upphafleg markmið norsku endurskoðendasamtakanna
voru að gefa öllum meðlimum sínum aðgang að upplýsinga-
kerfi til að skrásetja endurskoðunarvinnuna ásamt aðferðafræði
í samræmi við ISA staðlana.
Helstu áhrifaþættir við þróun kerfisins hafa verið áhættumið-
uðu endurskoðunarstaðlarnir 2006, clarified ISAs 2010, önnur
verkefni endurskoðenda (ISA 805, ISRE 2400 og ISRS 4410)
2011, og nýleg þróun í vef og skýjalausnum.
Heiti kerfisins er dregið af franska heimspekingnum og stærð-
fræðingnum René Descartes (1596-1650), sem var m.a. þekkt-
ur fyrir yfirlýsingar eins og:
• Fikraðu þig ávallt áfram á varfærin og kerfisbundin máta
• Ekki gera ráð fyrir að eitthvað sé satt fyrr en þú ert viss
um það
• Greindu og leystu og vandamál eins vel og hægt er
Ný útgáfa, Descartes 4.0 kom út á árinu 2014 og var fyrst
notuð hér á landi við endurskoðun vegna reikningsársins 2015.
Þjónustu við eldri útgáfu kerfisins, Descartes 3 sem einnig
hefur verið í notkun hér á landi var hætt 1. janúar 2017. Með
nýju útgáfunni er horft til framtíðar og var fókusinn settur á að
bæta verulega notendaviðmót kerfisins. Kerfið nýtir kosti skýja-
tækninnar og er aðgengilegt notendum í gegnum netvafra á
nánast hvaða tæki sem er sem hefur internettenginu. Kerfið
krefst engrar uppsetningar hjá notendum og eru allir notendur
því að nota sömu útgáfu kerfisins. Öryggismál, geymsla gagna
og afritun sem skiptir miklu máli í okkar umhverfi er á hendi
rekstraraðila kerfisins og eru öll samskipti í gegnum kerfið dul-
kóðuð til að tryggja öryggi upplýsinganna.
desCartes
endurskoðunarhugbÚnaðurinn
Björn Óli Guðmundsson er endurskoðandi hjá Enor
Með nýju útgáfunni er
horft til framtíðar og var
fókusinn settur á að bæta
verulega notendaviðmót
kerfisins