FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 4

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 4
2 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 aF stjórnarborði Margrét Pétursdóttir er formaður FLE Stjórn hittist reglulega og að jafnaði eru tólf stjórnarfundir á starfsárinu. Í stjórn sitja auk formanns: varaformaður Ágúst Jóhannesson, Ljósbrá Baldursdóttir gjaldkeri, Guðni Þór Gunnarsson meðstjórnandi og Sif Jónsdóttir ritari sem nýlega kom inn í stjórnina í stað Önnu Birgittu Geirfinnsdóttur. Stjórn hefur virkjað áfram gjaldkera stjórnar í innra eftirliti félagsins og hefur það gengið vel og formfesta í innra eftirliti þannig aukin. Má segja að rekstur félagsins sé eins og best er á kosið miðað við stefnu og umfang. Félagið er að sinna margs konar málefn- um á þágu félagsmanna stórum og smáum. Margt er vel gert eins eins og niðurstaða könnunar um fræðslumál félagsins ber með sér, en allt er breytingum háð og ný hagsmunamál koma upp sem þarfnast skoðunar eins og skilafrestir Ríkisskattstjóra á framtölum. Stjórnin þarf því að að beina kröftum sínum að ákveðnum málum og beina athyglinni að stærstu málunum svo einhver slagkraftur myndist. krÍunesFundurinn Stjórn hóf starfið með því að halda svokallaðan „Kríunesfund“ sem haldinn var þann 8. desember og var það í sjötta skipti sem samskonar fundur er haldinn. Um er að ræða vinnufund í hálfan dag þar sem mæta auk stjórnar, framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra nýkjörnir formenn allra nefnda sem hafa þá setið í nefndum í þrjú ár og því líklegir til að hafa skoðanir á málum. Fundarmenn fá spurningarnar fyrirfram og geta rætt þær við þá nefnd sem þeir stýra. Að mínu viti er þessi fundur mikilvægur svo raddir félagsmanna um áherslur og breytingar heyrist en að sjálfsögðu er mönnum frjálst að ræða hvaðeina sem á þeim brennur. Að þessu sinni voru fundarmenn beðnir að hugsa um starfsemi FLE og hvort þeir vildu sjá breytingar á henni, hvort FLE ætti að beita sér fyrir því að halda áfram að sinna gæðaeftirliti, hvernig hægt sé að dýpka umræðu í nefndum til að þær geti verið til stuðnings fyrir félagsmenn, hver ættu að vera stærðarmörk vegna endurskoðunar og hver ættu að vera áhersluefni stjórnar á starfsárinu. Fundurinn gekk mjög vel og í framhaldi af honum gekk stjórn frá starfsáætlun fyrir starfsárið framundan þar sem verkefnum var skipti niður á fundi ársins svo hægt væri að fylgjast með framvindu þeirra. Ímyndarmál Að öðrum málum ólöstuðum hafa ímyndamál stéttarinnar verið ofarlega á borði stjórnar. Það hefur mikið verið rætt innan okkar raða, að ímynd okkar hafi beðið hnekki í kjölfar efnahagshruns- ins og að við verðum að fara í markvissa vinnu til að styrkja og efla hana. Fyrirliggjandi er könnun frá árinu 2003 sem FLE lét vinna og nú var ákveðið að láta gera svipaða könnun og þá til að geta borið þær saman og greint þróunina. Fékk stjórn Capacent til liðs við sig og farið var af stað með viðhorfskönn- Þau gleðitíðindi áttu sér stað þann 17. júní 2016 að Stefán Svavarsson endurskoðandi hlaut riddarakross, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.