FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 13

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 13
11FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 tryggingagjaldi sem innheimta skal af launatekjum er ekki frestað og ber að skila því við nýtingu kaupréttar. Við framlagningu frum- varpsins var ákvæðið þannig: Tekjur samkvæmt þessari grein koma til skattlagningar þegar hlutabréfin eru seld. Telst mismunur á kaupverði hlutabréfa samkvæmt kaupréttarsamningi og söluverði bréfanna til launatekna. Í meðförum Alþingis var ákvæðinu breytt þannig að skattstofninn og skattlagning kaupréttar sett í sama far og áður, þó þannig að skattlagningu og greiðslu skattsins er frestað fram að sölu. Með breytingartillögu efna¬hags- og viðskipta¬nefndar Alþingis fylgdi nefndarálit og segir þar m.a.: Meginreglan verði áfram sú að líta skuli á mismun á kaup- verði samkvæmt kaupréttarsamningi og gangverði bréfanna þegar kaupréttur er nýttur sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegri meðferð og aðrar launa- greiðslur. Eins og segir áður þá voru ekki gerðar breytingar á öðrum skatta- lögum samfara þessari breytingu og ber því launagreiðanda að greiða tryggingagjald af mismun á gangverði og kaupverði. Þá er spurningin hvort skattlagningu útsvars skuli einnig frestað. Í 1.mgr. 21. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga kemur fram að stofn til álagningar útsvars skuli vera hinn sami og tekjuskattsstofn. Jafnframt segir í 2. mgr 22. gr. sömu laga að ákvæði tekjuskattslaga gildi um útsvar eftir því sem við á nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. Af þessu verður ekki annað ráðið en frestun skattlagningar skuli ennfremur eiga við í þessu sambandi. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir hver á að skila skattinum þegar kemur að skuldadögum. b) Hvernig fer með skattlagningu kaupréttar milli landa? Flest ríki skattleggja kauprétt við nýtingu/innlausn eða við öflun hans. Þá er spurning hvernig fari með þegar kaupréttur er skatt- lagður erlendis en einnig á Íslandi þegar tímasetning skattlagn- ingar er ekki sú sama. Til dæmis ef einstaklingur sem ber ótak- markaða skattskyldu á Íslandi er skattlagður að hluta eða öllu leyti vegna kaupréttar erlendis á árinu 2017, en á Íslandi er frest- að skattlagningu þar til hlutabréf eru seld á árinu 2020. Verður í þessu tilviki hægt að fá frádrátt vegna hinnar erlendu skattlagn- ingar þegar skattlagning fer fram á Íslandi 2020? Víst er að þetta er mjög óljóst, alla vega er erfitt að sjá að slíkt sé heimilt, a.m.k. miðað við núverandi löggjöf. c) Hvernig verður skattlagningu háttað við andlát kaupréttarhafa? Engin sérstök ákvæði eru um hvernig fara skuli með umrædda frestun eða skattkvöð við þær aðstæður þegar kaupréttarhafinn deyr áður en hann selur bréfin. Munu erfingjar njóta skattfrestun- arinnar eins og hinn látni? Að minnsta kosti er það vafa undirorpið enda er einungis eitt ákvæði í tekjuskattslögum þar sem réttur arfláta flyst yfir til erfingja og það er vegna íbúðarhúsnæðis, sbr. 23. gr. tekjuskattslaga. Verður þá dánarbúið að greiða skattinn strax við andlát þar sem frestunin fellur eðli málsins samkvæmt niður við aðilaskiptin, þ.e. litið á aðilaskiptin sem sölu? Ef svo er, verður litið svo á að skattlagningin eigi að vera á hinn látna eða á dánarbúið. Erfitt verður að leysa úr slíkum flækjum enda ljóst að engin sala hefur farið fram. lokaorð Að lokum verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér hvernig staðgreiðsla skatts fer fram við sölu ef breytingar hafa orðið á starfssambandi skattaðila. Ólíklegt er að hinum nýja launagreið- anda beri að halda eftir greiðslu enda er ekki um að ræða starfs- tengda launagreiðslu frá honum. Líklegast verður niðurstaðan sú að skattaðili sjálfur verður að skila skattinum og þá í álagningu. Sömu vandamálin koma upp eins og áður var minnt á hvað varðar þær aðstæður þegar kaupréttarhafi deyr. Hér hefur verið stiklað á stóru en sannarlega koma upp fleiri vandamál við framkvæmd ákvæðisins. Vala Valtýsdóttir

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.