FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 14
12 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017
breytingar á áritun endurskoðanda
Í desember 2016 tóku gildi nýir og uppfærðir alþjóðlegir
endurskoðunarstaðlar sem fjalla um áritanir endurskoðanda.
Samkvæmt þeim skulu allir endurskoðaðir ársreikningar sem
hafa lok reikningsárs 15. desember 2016 eða síðar bera þessar
nýju og breyttu áritanir.
Í áraraðir hefur áritun endurskoðanda lítið breyst og verið keimlík
hjá öllum fyrirtækjum. Á sama tíma hefur flækjustig í viðskipta-
lífinu aukist til muna, sem kallar á flóknari reikningsskilareglur og
skýringar. Leggja hefur þurft meira vægi á faglegt mat og dóm-
greind, bæði hvað varðar fjárhæðir í ársreikningi og skýringar
með ársreikningi. Það er því eðlilegt að áritun endurskoðandans
breytist í takt við þetta aukna flækjustig og gefi þannig meira virði
fyrir notendur reikningsskilanna.
Þessar breytingar fela meðal annars í sér að í áritun endurskoð
anda á ársreikninga þeirra aðila sem hafa skráð hlutabréf og
skuldabréf í kauphöll er endurskoðandanum skylt að taka fram
helstu lykilatriði sem mestu máli skiptu við endurskoðunina.
Einnig er heimilt að hafa þennan kafla inni í áritunum annarra
félaga. Nánar er fjallað um kafla um lykilatriði endurskoðunar-
innar hér fyrir neðan.
breytt uppbygging og ný eFnisatriði áritunar
Það sem efst er á baugi er varðar breytingu á uppbyggingu árit-
unar er það að álitsmálsgrein kemur nú fremst í árituninni og því
sér lesandinn fljótt hvort um sé að ræða fyrirvaralausa áritun,
áritun með fyrirvara eða ábendingu, neikvæðu áliti eða án álits
en tegundir áritana hafa ekki breyst.
Aðrar breytingar sem gilda um áritanir endurskoðanda á ársreikn-
inga allra fyrirtækja eru þær að endurskoðandinn skal fjalla um
rekstrarhæfi sbr. ISA 570 ef við á. Kaflar um ábyrgð stjórnar og
framkvæmdastjóra og ábyrgð endurskoðandans hafa verið gerðir
mun ítarlegri. Undir ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra er nú
umfjöllun um ábyrgð þeirra til að meta rekstrarhæfi viðkomandi
félags. Undir ábyrgð endurskoðanda kemur inn kafli um að endur-
skoðandinn hafi ályktað um notkun stjórnenda á forsendunni um
rekstrarhæfi og að metið hafi verið á grundvelli endurskoðunar-
innar hvort vafi leiki á rekstarhæfi. Óhæðisstaðfesting endurskoð-
andans er jafnframt orðin hluti af árituninni. Endurskoðandinn
skal einnig fjalla í áritun sinni um aðrar upplýsingar sbr. ISA 720
ef við á. Ef um er að ræða áritun vegna endurskoðunar sam-
stæðu ber endurskoðandanum að setja inn kafla í áritunina þar
sem kemur fram að hann hafi aflað nægjanlegra endurskoðunar-
gagna, vegna fjárhagsupplýsinga eininga innan samstæðunnar,
til að geta látið í ljós álit á samstæðuársreikningi. Einnig að endur-
skoðandi samstæðunnar sé ábyrgur fyrir skipulagi, umsjón og
framgangi endurskoðunar samstæðunnar og að hann einn beri
ábyrgð á áliti sínu.
lykilatriði endurskoðunarinnar
Fyrir félög sem hafa skráð skuldabréf eða hlutabréf í kauphöll
þarf endurskoðandinn að taka fram þau málefni sem hann skil-
greinir sem lykilatriði endurskoðunarinnar í áritun sinni. Eins og
nýjar áritanir
Fyrir ársreikninga með lok reikningsárs
15. des 2016 og sÍðar
Helga Hjálmrós Bjarnadóttir er endurskoðandi hjá PwC og
Elín Hanna Pétursdóttir er endurskoðandi og starfar hjá Eimskip
Í áraraðir hefur
áritun endurskoðanda lítið
breyst og verið keimlík hjá öllum
fyrirtækjum. Á sama tíma hefur
flækjustig í viðskiptalífinu aukist
til muna, sem kallar á flóknari
reikningsskilareglur
og skýringar