FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 19

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 19
17FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Við erum nokkrar félagskonur í FLE sem höfum verið saman í ræktinni undir frábærri handleiðslu þjálfara okkar Jóns Ívars Ólafssonar hjá WorldClass. Eftir margra ára þjálfun hjá Jónsa eins og við köllum þjálfara okkar þá var sjálfstraustið fyrir langar gönguferðir á erlendri grund orðið það gott að við skráðum okkur í gönguferð með Mundo sem er ferðaskrifstofa rekin af Margréti Jónsdóttur Njarðvík þar sem Jakobsvegurinn var genginn í tveimur áföngum vorið 2014 og 2015. Jakobsvegurinn er um 900 km leið frá Frakklandi til Santiago de Compostela á Spáni þar sem Pírennafjöllin eru þveruð. Eftir þessa reynslu var sjálfstraust okkar orðið það mikið að við keyptum okkur skipu- lagða ferð sem farin var síðastliðið haust. Leiðin sem við fórum var í Liguieria á Ítalíu þar sem við gengum í Appeníafjöllunum frá Oltrepo Paves, sem er nálægt borginni Pavia og oft nefnt litla Tuscany, til strandbæjarins Camogli sem liggur við Miðjarðarhafið og er stutt frá Genova. Leiðin er gömul þjóðleið og nefnist saltleiðin þar sem í hundraði ára fluttu menn salt og annan varning frá Miðjarðarhafinu í vögnum beittum ösnum. gönguFerð FélagskVenna á ÍtalÍu Kristrún Helga Ingólfsdóttir er endurskoðandi hjá KPMG

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.