FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 10

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 10
8 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 hugum stjórnenda í fyrirtækjum og meðal almennings. Þá er nefndinni gefinn tími til að vinna að þessu í allt að þrjú ár. En við þurfum jafnframt að hafa í huga að hluti af ímynd félagsins snýr ekki síður inn á við, að okkur félagsmönnum sjálfum. Við þurfum því að spyrja okkur grundvallarspurninga: Fyrir hvað viljum við að félagið okkar standi og hvaða starfsemi á að fara þar fram? Ennfremur, hver framtíðarsýn okkar er og hvaða áhrif munu þær hugsanlegu fyrirhuguðu breytingar hafa sem framundan eru eins og tilfærsla gæðaeftirlits og afnám skylduaðildar. Til að taka samtal um þessi atriði og ýmis önnur sem brenna á félagsmönnum hyggst framkvæmdastjóri heim- sækja sem flest endurskoðunarfyrirtæki á komandi misserum og hefur reyndar þegar farið í nokkrar slíkar heimsóknir sem hafa verið afar fróðlegar og málefnalegar. Forsvarsmenn endurskoðendafyrirtækja eru hvattir til að hafa samband ef þeir hafa áhuga á slíku samtali. Félagsmönnum er bent á að skrifstofa félagsins er alltaf opin ef ykkur liggur eitt- hvað á hjarta sem þið viljið koma á framfæri. Félagsmenn Eins og fram kemur í árskýrslunni á yfirliti um fjölda endurskoð- enda þá hefur hann nánast staðið í stað undanfarin ár. Og það þrátt fyrir að á síðast liðnum þremur árum hafi útskrifast 23 einstaklingar. Á sama tíma hefur fjöldi endurskoðenda sem starfa hjá endurskoðunarfyrirtæki jafnframt fækkað úr 261 í 246. Stjórnin hefur áhyggjur af þessari þróun en þegar fara saman á sama tíma stórir árgangar sem eru að nálgast starfs- lok og fækkandi einstaklingum sem taka löggildingu þá er ekki von á góðu. Stjórn félagsins hefur því fjallað um þetta mál frá ýmsum hliðum. Er þetta ímyndarmál vegna fjölmiðlaumfjöll- unar um störf okkar sem endurspeglast í minni áhuga hjá ungu fólki; er þetta undirbúningurinn á háskólastigi; er þetta vegna mismunandi aðbúnaðar hjá endurskoðunarfyrirtækjum; eru prófin of þung og óraunhæf; eru skyldur og ábyrgð endurskoð- enda að fæla frá; og síðast en ekki síst eru kjör og umbun fyrir mikla ábyrgð stéttarinnar með þeim hætti að ekki þykir spenn- andi? Þetta eru verkefni sem blasa við okkur sem ég tel víst að Ímyndarnefndin og Menntunarnefnd félagsins munu þurfa að taka til umfjöllunar á starfsárinu. erlend áhriF Eitt stærsta verkefni félagsins á komandi starfsári verður áframhaldandi vinna á vegum ráðuneytisins við innleiðingu Evróputilskipunarinnar um endurskoðun. Þar er brýnt að gæta hagsmuna okkar sem áður hefur verið fjallað um á vettvangi félagsins svo sem er varða gæðaeftirlitsmál, alþjóðlega staðla, hlutverk endurskoðendaráðs, skylduaðild að FLE, lengd ráðning- artíma, svo dæmi séu tekin. Gæðanefnd að störfum Áhugasamir nemar á spjallstofu Framkvæmdastjóri fer yfir þátttökulista á Skattadegi

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.