FLE blaðið - 01.01.2019, Side 4
4 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
AF STJÓRNARBORÐI
H. Ágúst Jóhannesson er formaður FLE
Stjórn hittist reglulega og voru haldnir 10 stjórnarfundir á liðnu
starfári. Í stjórn sitja auk formanns: varaformaður Bryndís
Björk Guðjónsdóttir; Anna Kristín Traustadóttir gjaldkeri; Sif
Einarsdóttir ritari og Guðni Þór Gunnarsson meðstjórnandi,
sem gekk úr stjórn eftir þriggja ára setu og tók Arnar Már
Jóhannesson sæti hans. Við þökkum Guðna fyrir hans góðu
störf í stjórninni. Rekstur félagsins hefur verið hefðbundinn
og eins og best verður á kosið miðað við stefnu og umfang.
Félagið sinnir margs konar málefnum í þágu félagsmanna, stór-
um og smáum. Fyrirferðarmest á liðnu ári var vinna og þátt-
taka félagsins í reglulegum samráðsfundum með ráðuneyti,
endurskoðendaráði og fulltrúa FME við gerð nýs frumvarps til
laga um endurskoðun og endurskoðendur.
Þó svo að frumvarpið sé byggt á tilskipun Evrópusambandsins,
þá voru mörg atriði sem þurfti að aðlaga íslensku umhverfi. Þar
var aðkoma félagsins mikilvæg. Undirbúningi frumvarpsins er
lokið og var það sett á samráðsgátt ráðuneytanna í septem-
ber sl. Höfðu aðilar aðeins viku til að koma sínum sjónarmið-
um að og þó tímaramminn væri stuttur bárust 10 umsagnir,
sem samráðshópurinn fór yfir og aðlagaði frumvarpið eftir
því sem við átti. Frumvarpið var svo lagt fyrir Alþingi í nóv-
ember og er nú til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd
þingsins. Hagsmunaaðilar hafa skilað inn sínum athugasemd-
um til nefndarinnar og var FLE þar á meðal. Efnahags- og við-
skiptanefnd hefur ekki ennþá boðað aðila til fundar við hana og
er málið því ennþá óafgreitt frá Alþingi. Í frumvarpinu er gert
ráð fyrir að lögin taki gildi í byrjun árs 2020 og munu þau hafa
mikil og mótandi áhrif á starfsumhverfi okkar. Þar má meðal
annars nefna að skylduaðild að félaginu verður aflögð, gæða-
eftirlit flutt til nýrra eftirlitsaðila og eftirlit með endurmenntun
einnig, svo fátt eitt sé nefnt.
Stjórn félagsins hittist á starfsfundi í desember sl. og var
efni fundarins hvernig félagið hygðist takast á við nýja tíma
með breyttum lögum. Einnig voru kallaðir til formenn allra
fastanefnda félagsins til skrafs og ráðagerða um málefnið.
Mótun framtíðar félagsins í nýju lagaumhverfi verður að mínu
mati stærsta verkefnið á nýju starfsári. Þar er þátttaka félags-
manna mikilvægust og hvet ég ykkur öll til að koma að krafti
inn í þá vinnu.
Við gildistöku laganna verður það stórt hlutverk félagsins að
miðla reynslu okkar og að aðstoða nýja eftirlitsaðila við að taka
yfir verkefni, sem skipta okkur miklu máli. Þá mun félagið halda
uppi hagsmunagæslu fyrir hönd félagsmanna við eftirlitsaðila
og verður það mikilvægt verkefni fyrir félagið í nánustu framtíð.
Þá mun félagið halda uppi hagsmunagæslu fyrir
hönd félagsmanna við eftirlitsaðila og verður það
mikilvægt verkefni fyrir félagið í nánustu framtíð