FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 10

FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 10
í samráði við endurskoðunarfyrirtækin til að finna rétta tímasetn- ingu. Niðurstaðan varð haustið 2018 og var þá hafist handa við frekari undirbúning. Aðalvinnan átti sér svo stað á liðnu starfsári og fór í það drjúgur tími. Þeir einstaklingar sem sátu með okkur í ferðanefndinni eiga þakkir skyldar því án aðkomu þeirra og stuðn- ings hefði ferðin ekki orðið að veruleika. ERLENT SAMSTARF Þar ber einna hæst framkvæmdastjóraskipti hjá NRF þar sem Jens Röder stígur til hliðar eftir 10 ára farsælt starf og við tekur Helene Agélíi sem mun hafa aðstöðu hjá sænska endur- skoðunarsambandinu. En stóru tíðindin og það sem gleður okkur sérstaklega og fyllir okkar litla félag miklu stolti er að Margrét Pétursdóttir fyrrverandi formaður FLE skuli hafa verið tilnefnd af valnefnd IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda til aðalfundar samtakanna og hefur nú tekið sæti í aðalstjórn IFAC sem fulltrúi NRF. Þetta sýnir okkur í hnotskurn hverju við getum áorkað með því að vera virk í norrænu sem og alþjóðlegu samstarfi. Rödd okkar heyrist og við erum sannfærð um að Margrét mun láta gott af sér leiða og halda á lofti sjónarmiðum litla mannsins hvort held- ur litið sé til „litlu“ endurskoðunarfyrirtækjanna á Íslandi sem þau eru nú öll í hinu stóra samhengi sem og síaukinna krafna hvað varðar endurskoðun óháð umfangi verkefna. Margréti óskum við farsældar á þessum nýja og krefjandi vettvangi. Þá fær fráfarandi stjórn og nefndir þakklæti fyrir ánægjulegt sam- starf á liðnu ári svo og þið félagsmenn góðir að hafa tekið þátt í þeim viðburðum sem félagið hefur staðið fyrir á liðnu starfsári. Sigurður B. Arnþórsson Framkvæmdastjórinn á vaktinni. Berglind Klara Daníelsdóttir, Deloitte Kristján Daðason, Deloitte Agnar Páll Ingólfsson, Endurskoðun og ráðgjöf Hörður Freyr Valbjörnsson, KPMG Birta Mogensen, Deloitte Mikael Símonarson, Deloitte Alda Björk Óskarsdóttir, Grant Thornton Gísli Páll Baldvinsson, KPMG Svavar Stefánsson, Enor Félaginu bárust þær ótrúlegu fréttir að tíu nýir löggiltir endurskoðendur væru að bætast við hópinn. Eins og vanalega ríkir töluverð spenna þegar von er á niðurstöðum úr löggildingarprófinu og þannig var það líka núna. Þrettán voru skráðir í prófið og er það fáheyrt að svona margir standist það eins og gerðist þessu sinni. Að þessu sinni eru mun fleiri karlar en konur sem ljúka prófinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitti löggildinguna formlega þann 16. janúar 2019. Til hamingju með þetta öll og velkomin í félagið. NÝIR FÉLAGAR 2019 10 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 Kristbjörn H. Gunnarsson, KPMG

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.