FLE blaðið - 01.01.2019, Page 13

FLE blaðið - 01.01.2019, Page 13
13FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 FRAMSETNING ÓFJÁRHAGSLEGRA UPPLÝSINGA OG SKÝRSLUGERÐ Evrópusambandið hefur gefið út leiðbeiningar um framsetn- ingu á ófjárhagslegum upplýsingum í skýrslu6 frá árinu 2017. Markmiðið með útgáfunni er að hjálpa félögum við að birta vandaðar, viðeigandi, gagnlegar, samkvæmar og samanburða- hæfar ófjárhagslegar upplýsingar með gegnsæi í huga. Leiðbeiningarnar nýtast sem bestu starfsvenjur (e. best pract- ice) bæði fyrir félög sem falla undir skylduna um að veita ófjár- hagslegar upplýsingar svo og önnur félög. Samkvæmt leiðbeiningunum ber að taka tilliti til lykilþátta sem gefa glögga mynd af starfsemi fyrirtækisins. Í leiðbeinandi framsetningu á upplýsingagjöf eru m.a. eftirfarandi atriði; • allar mikilvægar upplýsingar og mælikvarðar/árangursvísar (e. KPIs) komi fram • upplýsingar gefi glögga mynd og séu hlutlausar • skiljanleg og sanngjörn framsetning og hún sé í jafnvægi • yfirgripsmiklar en hnitmiðaðar upplýsingar • stefnumótandi og birti framtíðarsýn • sniðnar að þörfum hagaðila • samkvæmni gætt • viðskiptalíkan fyrirtækisins • stefnur og umboðsskylda Í tilskipun Evrópusambandsins er bent á nokkur viðmið sem hægt er að styðjast við en í leiðbeiningunum sem gefnar voru út í framhaldi af tilskipuninni eru talin upp rúmlega 20 viður- kennd viðmið sem gætu nýst við ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sum viðmið ná yfir fjölbreytta og þematengda þætti (e. them- atic aspects) á meðan önnur viðmið tengjast ákveðnum atvinnugreinum og geirum. Þó að viðmið séu notuð þá er mikilvægt að greina helstu ófjár- hagslegu árangursvísa (e. KPI´s) til að skilja áhrif allra þátta af starfsemi fyrirtækis. Félög hafa verið hvött til að veita meiri upplýsingar en minni. Hugtakið „CORE & MORE“ hefur verið notað af þessu tilefni og í því felst að félög eru hvött til að útbúa skýrslur af metnaði sem eru fyrir stærri hópa notenda frekar en minni. Svokölluð „Core-skýrsla“ væri skýrsla sem birti helstu niðurstöður og væri í samræmi við lög og reglur. More-skýrsla innhéldi nánari upplýsingar um félagið sem þá næði til breiðari hóps notenda. NIÐURSTÖÐUR SKOÐUNAR ÁRSREIKNINGASKRÁR UM BIRTINGU ÓFJÁRHAGSLEGRA UPPLÝSINGA Í REIKNINGSSKILUM Nú hafa félög sem falla undir kröfuna um birtingu ófjár- hagslegra upplýsinga birt ársreikninga vegna áranna 2016 og 2017. Á árinu 2018 kannaði ársreikningaskrá framsetningu ófjár- hagslegra upplýsinga í reikningsskilum vegna ársins 2016. Á haustráðstefnu FLE nú í haust kom fram í máli starfsmanns ársreikningaskrár að niðurstaða skoðunarinnar var á þá leið að verulegra úrbóta væri þörf. Það verður því eitt af áhersluatriðum ársreikningaskrár að fylgj- ast sérstaklega með hvort upplýsingar í ársreikningum 2018 uppfylli kröfur sem gerðar eru um ófjárhagslegar upplýsingar. Þeim ársreikningum sem ekki uppfylla kröfur kann að verða hafnað. HLUTVERK ENDURSKOÐENDA Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins er það hlutverk endurskoðenda að kanna hvort yfirlitið yfir ófjárhagslegar upp- lýsingar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Það sama gildir um upplýsingar sem snúa að stjórnarháttum en þær hafa verið birt- ar í stjórnarháttayfirlýsingu með ársreikningi. Því er mikilvægt að endurskoðandi leggi sjálfstætt mat á hvaða ófjárhagslegar upplýsingar eru viðeigandi fyrir félagið og beri að birta samkvæmt lögum. MARKMIÐ OG HAGUR Þegar litið er til álitlegra fjárfestingakosta eru vaxandi kröfur um að ófjárhagslegir þættir í rekstri séu greindir, mældir og upplýst um þá. Með innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins er enginn vafi á því að ákveðnum fyrirtækjum ber að upplýsa á skýran og mælanlegan hátt um helstu þætti í rekstri sem tengj- ast öllum þáttum sjálfbærni, þ.e. efnahag, umhverfi, samfélagi og stjórnarháttum. Markmiðið með þessu öllu er að veita upplýsingar um það sem sannanlega skiptir máli. Evrópusambandið telur samfélagsá- byrgð fyrirtækja mikilvæga fyrir sjálfbærni, samkeppnishæfni og nýsköpun og fyrir evrópskt efnahagslíf. Hún bæti m.a. áhættustýringu, leiði til sparnaðar í kostnaði, auðveldi aðgang að fjármagni, bæti samskipti við viðskiptavini og auðveldi mannauðsstjórnun. Ófjárhagslegir þættir sem hluti af framtíðar stefnumótun geta skipt sköpum um möguleg ný markaðstækifæri, nýsköpun og verðmætasköpun. Glögg og mælanleg mynd af ófjárhagslegum þáttum getur m.a. leitt til betri stjórnunar á áhættu, orðspori, vöruþróun, jafnréttismálum, mannréttindamálum og gæðastjórnun. Við látum orð Paul Polmans, forstjóra Unilever 2009-2018, verða lokaorðin í þessari umfjöllun, en Paul er einn af talsmönn- um Heimsmarkmiðanna, stjórnarformaður alþjóðaviðskipta- ráðsins og varaformaður UN Global Compact. „This is a great time for brands which can provide a beacon of trust for consumers. These days, CEOs don´t just get judged by how well their share prices are doing, but by what impact they are having on society.” Helga Harðardóttir og Viktoría Valdimarsdóttir 6. e. Guidlines on non-financial reporting, 2017/C215/01

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.