FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 17
17FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
Norræna endurskoðunarsambandið, NRF, stóð að framboði
Margrétar og verður hún því fulltrúi Norðurlanda í stjórn IFAC.
Kjörtímabilið er þrjú ár og almennt er gert ráð fyrir því að um
tvö kjörtímabil verði að ræða. IFAC er alþjóðasamband endur-
skoðunarstéttarinnar og eiga félög frá fleiri en 130 löndum
aðild að sambandinu sem telur um 3 milljónir einstaklinga.
Sambandinu var komið á laggirnar árið 1977 og voru stofnfélög
63 frá 51 landi. Núverandi forseti IFAC er Dr. In-Ki Joo frá Suður-
Kóreu og er hann nýtekinn við því hlutverki.
Eru einhver ákveðin verkefni eða áherslur sem hefur verið
lagt upp með hjá samtökunum á þínu kjörtímabili?
Mér sýnist að eitt verkefni muni skipa stærstan sess hjá sam-
tökunum á næstunni en það er samtal IFAC við svokallaða eft-
irlitsnefnd eða „Monitoring group“ um framtíð fyrirkomulags við
gerð og viðhald alþjóðlegra staðla um endurskoðun. Ég er svona
rétt að stíga mín fyrstu skref í þessu og vissi hreinlega ekkert um
þessa eftirlitsnefnd en hún var sett á fót í kjölfar margra tilvika
þar sem reikningsskilin voru talin hafa brugðist.
Nefndin var stofnuð af ýmsum eftirlitsaðilum1 og fjármálastofn-
unum og hefur það hlutverk að hafa yfirsýn með ferli við gerð
alþjóðlegra staðla um endurskoðun, alþjóðlegra siðareglna og
alþjóðlegra staðla um menntun endurskoðenda með almanna-
hagsmuni að leiðarljósi. Nefndin var stofnuð 2015 og hefur
verið að rýna ferlið síðan þá og gaf þann 9. nóvember 2017 út
umræðuskjal með fjölmörgum atriðum sem nefndin vill sjá öðru-
vísi. Síðast þegar ég vissi voru tæplega 200 aðilar búnir að skila
umsögn um tillögurnar.
Ég þarf að segja ykkur betur frá þessu síðar, þegar ég hef feng-
ið tækifæri til að kynna mér málið betur, en fljótt á litið sýnist
mér að málið verði ansi flókið. Nefndin virðist vilja minnka vægi
IFAC hvað varðar gerð staðlanna á meðan IFAC vill halda áfram
að hafa áhrif til að geta tryggt vandaða staðla. Vandamálið virðist
vera það að eins og er eru það ég og þú og aðrir endurskoðend-
ur sem fjármagna IFAC og þar með gerð staðlanna og nefndin
hefur engar hugmyndir um aðra fjármögnun. Svo kemur líka
fjármagn til IFAC frá svokölluðu „Forum of Firms“ sem er enn
eitt batteríið í þessu. Helstu rökin sem nefndin er með fyrir því
að fjarlægja IFAC frá staðlasmíðinni eru þau að endurskoðendur
geti ekki sjálfir samið staðlana sem þeir eiga að fylgja en ég átta
mig ekki alveg á því hverjir aðrir en endurskoðendur væru hæfir
til þess.
Stjórn Alþjóðasambandsins er skipuð endurskoðendum
frá öllum heimshlutum, hefur þú orðið vör við mismunandi
áherslur eða hugðarefni stjórnarmanna eftir því hvaðan
þeir koma úr veröldinni?
Þetta er góð spurning og það verður spennandi að sjá hvert svar-
ið við henni verður en þar sem ég hef bara farið á einn stjórn-
arfund þá veit ég það ekki ennþá. Ég get samt sagt það strax
að það kom mér skemmtilega á óvart að stjórnarmennirnir voru
flestir mjög virkir og ekki bara þeir sem koma frá stóru löndunum.
Nú hefur eitt helsta hugðarefni Norrænu endurskoðunar-samtak-
anna verið að koma endurskoðun lítilla félaga á dagskrá og það
tókst, þannig að það eru greinilega ekki bara stóru löndin sem
hafa rödd. Á stjórnarfundinum var líka fulltrúi frá Public Interest
Oversight Board (PIOB) sem virtist hafa það hlutverk að fylgjast
með umræðunum, ekki efnislega virtist mér, heldur frekar hvern-
ig þær færu fram þ.a. það er mun meira eftirlit með störfum IFAC
en ég hafði gert mér grein fyrir.
Í STJÓRN IFAC
Margrét Pétursdóttir, endurskoðandi hjá EY og fyrrverandi formaður FLE var kjörin
í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda, þann 2. nóvember síðastliðinn.
Ég get samt sagt það strax að það kom
mér skemmtilega á óvart að stjórnarmennirnir
voru flestir mjög virkir og ekki bara þeir sem
koma frá stóru löndunum
1. International Organization of Securities Commission, the Basel Committee on Banking Supervision, the European Commision, the
Financial Stability Board, the international Association of Insurance Supervisors and the World Bank Group.