FLE blaðið - 01.01.2019, Page 19

FLE blaðið - 01.01.2019, Page 19
19FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 Grundvöllur endurskoðunar og endurskoðenda byggir m.a. á trausti, faglegri þekkingu, óhæði, trúnaði og síð- ast en ekki síst á trúverðugleika. Lesendur og notendur reikningsskila verða að geta treyst þeim upplýsingum sem fram koma í þeim hverju sinni og hlutverk endurskoðenda í þeim efnum er að gefa óháð, hlutlægt og faglegt álit á þeim og gæta þannig m.a. hagsmuna almennings. Löggjafinn hefur í gegnum tíðina tryggt að þessa sé gætt með lögum um endurskoðendur. Þannig voru fyrstu lögin um endurskoðendur sett hér á landi með lögum nr. 9/1926. Fjórum sinnum frá þeim tíma hafa lögin verið endurbætt og ný samþykkt til að uppfylla og fylgja eftir þróuninni og auknum kröfum hverju sinni. Um er að ræða lög um endurskoðendur nr. 89/1953, nr. 67/1976 og nr. 18/1997 og svo núgildandi lög nr. 79/2008 um endurskoð- endur. Þær breytingar sem í gegnum tíðina hafa verið gerðar á lögum um endurskoðendur endurspegla þá þróun sem endurskoðunin hefur tekið á þessari tæpu öld sem liðin er frá fyrstu lögunum um endurskoðendur. Allan þennan tíma hefur verið út frá því gengið að tryggja almannahags- muni, enda er það hlutverk bæði löggjafans og endurskoð- enda, þó með ólíkum hætti sé. NÝ LÖG Í FARVATNINU FRUMVARP TIL LAGA UM ENDURSKOÐENDUR OG ENDURSKOÐUN Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðandi hjá Deloitte Skerpt verður á kröfum til endurskoðenda, gagnsæi aukið, sem og óhæði þeirra og hlutlægni þeirra í verkefnum sem þeir sinna FRUMVARP TIL UMSAGNAR Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram drög að frumvarpi til nýrra laga um endurskoðendur og endurskoðun og gerði þau aðgengileg almenningi á samráðsgátt stjórnvalda þann 25. september 2018. Umsagnarfrestur um drögin rann út 9. október 2018. Tíu umsagnir bárust frá ýmsum hagsmuna- aðilum, þar á meðal frá stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins. Umsagnirnar eru þess eðlis að ekki verður séð að mikill ágreiningur sé eða verði um efnisleg meginatriði frum- varpsdraganna og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að þau fái eðlilega þinglega meðferð þar sem framkomnar umsagn- ir hljóta að koma til umræðu og frekari skoðunar. Í framhaldi af þessu opna ferli hefur af hálfu ráðuneytisins verið farið yfir framkomnar umsagnir og ábendingar, gerðar breytingar á frumvarpsdrögunum og frumvarp lagt fram á Alþingi; mál nr. 312 á 149. löggjafaþingi 2018-2019. Núgildandi lög um endurskoðendur eru, eins og áður hefur komið fram, frá árinu 2008 og í því ljósi taldi ráðuneytið nauðsynlegt að yfirfara þau og taka tillit til ábendinga og reynslu sem fengist hefur af framkvæmd þeirra. Í því sambandi var m.a. horft til reynslu hinna Norðurlandanna, enda hafa þau verið að gera breytingar á sínum lögum um endurskoðendur og endurskoðun. Frumvarpið er samið af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samráði við vinnuhóp sem skipaður var fulltrúum ráðuneytisins, endurskoðunarráðs, Félags lög- giltra endurskoðenda og Fjármálaeftirlitsins.

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.