FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 23
23FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
TURNARNIR TVEIR
Hver er hann fyrir utan opinbert starfsheiti?
Nafn: Snorri Olsen
Aldur: 60 ára
Hjúskaparstaða: Kvæntur
Börn: 2 dætur og 3 barnabörn sem allt eru stelpur
og einnig á ég hund sem er tík þannig ég er í mikl-
um minnihluta á heimilinu.
Starf: Yfirmaður Ríkisskattstjóra frá 1. október
2018.
Fyrri störf: Ég starfaði hjá Fjármálaráðuneytinu allt
frá útskrift árið 1984 til ársins 1995, þá var ég settur
ríkisskattstjóri í 2 ár eða til ársins 1997 og fór svo að
vinna hjá Tollstjóra Reykjavíkur sem breyttist svo í
að vera Tollstjóri á landsvísu. Ég hef því verið við-
loðinn skattamál í langan tíma og unnið í stjórnsýsl-
unni allan minn starfsferil.
Ef þú værir frægur, fyrir hvað myndir þú vilja vera frægur?
Í fyrsta lagi þá myndi ég ekki vilja vera frægur þar sem ég held að það
skapi alltof mikil vandamál. Rétta svarið væri að ég myndi vilja vera
frægur fyrir eitthvað sem leiðir eitthvað gott af sér, t.d. að hafa fundið
lækningu við krabbameini eða einhverju ólæknanlegu. En eigingjarna
svarið væri að verða frægur fyrir að vera betri en Ronaldo í fótbolta.
Hver sér almennt um að elda á þínu heimili?
Konan mín, ég fæ að grilla.
Hvenær varst þú fyrst heillaður af sköttum?
Á árinu 1984, fyrir þann tíma hugsaði ég ekki mikið um skatta, en
þegar ég útskrifast úr lögfræði úr HÍ árið 1984 þá býðst mér starf hjá
Fjármálaráðuneytinu og þar varð ég fyrst heillaður af sköttum.
Hvernig slakar þú á?
Ég er yfir höfuð mjög slakur, en helsta slökunin er að fara í göngutúr
með hundinn, það er góð andleg slökun.
Rauðvín eða bjór?
Hvorugt, hef aldrei byrjað að drekka áfengi. En ef ég yrði að velja þá
myndi ég velja óáfengan bjór.
Besti skyndibitinn?
Væntanlega góður hamborgari með stökku beikoni, útlöðraður í góðri
sósu með frönskum kartöflum.
Fallegasta kona/karl fyrir utan maka?
Mamma
Hver er uppáhalds endurskoðunarskrifstofan þín?
Ég held að það ekki skynsamlegt að upplýsa það í þessu viðtali við tvo
starfsmenn PwC.
Hvort myndirðu vera 50 cm hærri eða lægri?
Hærri, engin spurning, 2,32 metrar og þá atvinnumaður í körfubolta.
Við hvað ertu hræddur?
Sko. ég held að ég sé ekki hræddur við neitt í þeim skilningi, en auðvit-
að getur maður lent í aðstæðum þar sem maður yrði hræddur. Til
dæmis er ég ekkert hræddur við ljón, en ef ég væri fastur í herbergi
með ljóni þá yrði ég væntanlega hræddur.
Hvers gætir þú ekki lifað án?
Fjölskyldu og vina. Líffræðilega er auðvitað fullt af hlutum sem við
getum ekki lifað án en ég ætla ekki að fara telja það upp hér.
Hverju myndirðu vilja breyta í heiminum?
Það er svo margt, ég vil skilja lesendur eftir með það verkefni að
hlusta á textann við lag John Lennon „Imagine“, til að fá einhverja sýn
inn í það hvernig ég myndi vilja hafa heiminn.
Viðtal, Magnús Mar Vignisson og Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir
endurskoðendur hjá PwC
Manstu eftir konunni sem þú kysstir fyrst?
Já, erfitt að gleyma henni, ég er enn í dag að kyssa
hana, 43 árum seinna.
Hvað fékkstu þér í morgunmat?
Egg og beikon, nú er í gangi tilraunaverkefni hjá RSK
um styttingu vinnutíma, á föstudögum vinnum við til kl.
14:00 og felur breytingin meðal annars í sér að við
erum með bröns milli kl: 9:30 og 10:30 en sleppum
hádegismat.
Ef þú ynnir í lottóinu, hvað er það fyrsta sem þú
myndir gera?
Ég myndi í fyrsta lagi aldrei vinna í lottói því ég kaupi
ekki lottó. En ef ég myndi vinna í lottó þá er það fyrsta
sem ég myndi gera, er að hringja í félaga minn hann
Stebba Konn sem er forstjóri Íslenskrar Getspár til að
fá staðfestingu á því hvort þetta væri grín eða ekki. Ef
ekki þá myndi ég spyrja hvort hann vildi frekar Benz
eða Porsche þar sem hann má nú ekki sjálfur spila í
lottói og á því aldrei möguleika á því að vinna neitt.