FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 24
24 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
ENDURGREIÐSLUR VEGNA
KVIKMYNDA OG TÓNLISTAR
Alexander G. Eðvardsson, endurskoðandi hjá KPMG
Vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur
með endurgreiðslum til kvikmyndagerðar voru
settar sambærilegar reglur um endurgreiðslur
vegna hljóðritunar tónlistar hér á landi
ENDURGREIÐSLUR VEGNA KVIKMYNDAGERÐAR
Með setningu laga nr. 43/1999 voru tímabundnar endurgreiðsl-
ur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi samþykktar. Upphaflegt
markmið laganna var að laða að erlenda aðila til að framleiða
kvikmyndir eða sjónvarpsefni hér á landi með því að endur-
greiða tímabundið hluta af innlendum framleiðslukostnaði.
Markmið þetta hefur tekið breytingum á gildistíma laganna og
eru nú að stuðla að eflingu innlendrar menningar og kynningar
á sögu landsins og náttúru með tímabundnum stuðningi við
kvikmyndir og sjónvarpsefni sem framleitt er hér á landi.
Vonast var til að setning laganna myndi hvetja til uppbyggingar
atvinnugreinarinnar og væri til þess fallin að efla innlenda kvik-
myndagerð samfara því að erlend fyrirtæki sæju sér hag í starf-
semi hér á landi. Þannig myndu íslenskir kvikmyndagerðar-
menn auka þekkingu sína í samstarfi við erlenda starfsbræður.
Með því að laða að erlenda kvikmyndagerðarmenn yrði unnt
að þjálfa íslenskt fagfólk til sjálfstæðra verka, bæta tækjakost
kvikmyndaiðnaðarins hér á landi og síðast en ekki síst að koma
Íslandi, náttúru landsins og íslenskri menningu á framfæri með
þátttöku stórra erlendra kvikmyndaframleiðenda.
Endurgreiðslukerfið er einfalt og gegnsætt og er þar vísað til
laga um tekjuskatt við mat á því hvaða kostnaður teldist mynda
stofn til endurgreiðslu. Í lögunum segir að með framleiðslu-
kostnaði sé átt við allan kostnað sem fellur til hér á land og
heimilt er að draga frá tekjum af atvinnurekstri samkvæmt
ákvæðum laga um tekjuskatt. Þá er sérstaklega tekið fram að
laun og verktakagreiðslur teljist eingöngu til framleiðslukostn-
aðar hafi þær sannanlega verið skattlagðar hér á landi. Þetta er
einfalt endurgreiðslukerfi sem er talið mun heppilegra en
ýmiss konar skattaívilnanir sem erfitt væri að fylgja eftir í fram-
kvæmd og væru til þess fallnar að mismuna atvinnugreinum í
skattalegu tilliti.
Í lögunum segir að ef beiðni um endurgreiðslu á hluta fram-
leiðslukostnaðar nemur hærri fjárhæð en 20 m.kr. skuli kostn-
aðaruppgjör vera endurskoðað. Ákvæði þetta veitir mikið
öryggi og hefur stuðlað að því að endurgreiðslubeiðnir eru
almennt vel unnar og unnt að afgreiða þær hratt og örugglega.
Endurgreiðslur á vegna kvikmyndagerðar námu samtals 9.131
m.kr. frá gildistöku laganna til loka árs 2018. Fyrstu árin voru
endurgreiðslur lágar og í árslok 2011 höfðu samtals 1.688 m.kr.
verið greiddar. Frá 2012 hefur orðið mikil aukning í endur-
greiðslum og á árunum 2012 til 2018 voru 7.443 m.kr. endur-
greiddar til 257 verkefna. Af þeim voru 79 verkefni þar sem
endurgreiðslur voru yfir 20 m.kr. og því endurskoðunarskyld.
Fjárhæðir sem greiddar hafa verið til einstakra verkefna eru
misháar. Hæsta endurgreiðsla til eins verkefnis var 509 m.kr.
og sú lægsta aðeins 0,2 m.kr.
Þar sem endurgreiðsla á þessum árum var 20% af framleiðslu-
kostnaði hefur innlendur kostnaður við þau verkefni sem fengu
endurgreiðslur numið að lágmarki 45.655 m.kr. þegar aðrir
opinberir styrkir hafa verið dregnir frá framleiðslukostnaði. Af
þessu er ljóst að erlendir aðilar hafa eytt milljörðum króna á
hverju ári í kaup á vörum og þjónustu hér á landi.
Endurgreiðsluhlutfallið var hækkað í 25% vegna verkefna sem
samþykkt eru eftir 1. janúar 2017. Mikil samkeppni er um kvik-
myndaverkefni milli landa og er þessi hækkun á endurgreiðslu-
hlutfalli viðbrögð við aukinni samkeppni.
Setning þessara laga hefur fyllilega staðist þær væntingar sem
gerðar voru til þeirra. Mikill fjöldi kvikmyndaverkefna hefur