FLE blaðið - 01.01.2019, Page 27

FLE blaðið - 01.01.2019, Page 27
27FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 Þingmannanefndin lagði til að farið væri í endurskoðun á lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur þar sem hún taldi, meðal annars út frá athugasemdum Rannsóknarnefndarinnar, að skýra þyrfti og efla lög og reglur um störf og hlutverk endurskoðenda fyrirtækja, meðal annars til þess að bæta starfsskilyrði og efla frumkvæðisskyldu þeirra við endur- skoðun. Markmiðið væri að efla ábyrgð, upplýsingaskyldu og verklag endurskoðenda, styrkja sjálfstæði þeirra og efla tengsl við opinberar eftirlitsstofnanir. Einnig lagði Þingmannanefndin til að til hliðsjónar við þessa vinnu væru þær breytingar sem gerðar voru á lagaumhverfi endurskoðenda í Bandaríkjunum með hinum svokölluðu Sarbanes-Oxley-lögum. EVRÓPUSAMBANDIÐ – HVAÐ VAR SAGT UM ENDURSKOÐ- ENDUR Í EVRÓPU? Strax eftir fjármálakreppuna beindist umræðan innan ESB fyrst og fremst að fjármálafyrirtækjunum og að koma þyrfti á stöðugleika í fjármálakerfinu. Almennt var ekki talið að gallar í endurskoðun eða áliti endurskoðenda hafi valdið eða átt þátt í kreppunni. Þrátt fyrir það var ákveðið innan ESB að fara þyrfti yfir endurskoðunina og skoða hvort og þá hvernig mætti bæta hana. Niðurstaðan kom fram árið 2010 með „Green Paper – Audit Policy: Lessons from the Crisis“. Tilgangurinn var að setja fram vangaveltur og spurningar og koma af stað umræð- um um endurskoðun almennt og þátt endurskoðenda í fjár- málakreppunni og hvað mætti lagfæra í laga- og reglugerðar- umhverfinu til að minnka líkur á að sagan myndi endurtaka sig. BREYTINGAR Á REGLUUMHVERFINU Í EVRÓPU Megnið af hugmyndunum úr Green Paper komu svo fram árið 2014 í nýrri tilskipun ESB um endurskoðun og í reglugerð sem var sett sérstaklega um endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum. Tilgangurinn með breytingunum er að tryggja gagnsæi fjárhagsupplýsinga fyrirtækja, herða endur- skoðendur í óhæði og til að beita faglegri tortryggni, gera markað fyrir endurskoðun virkari innan ESBog efla eftirlit með endurskoðendum og samræma það á milli landa. Helstu breytingarnar voru þessar: • gerðar voru ríkari kröfur um óhæði endurskoðenda, • settar voru reglur um innihald endurskoðunaráritunar til að auka upplýsingagildi hennar fyrir fjárfesta, • eftirlit með störfum endurskoðenda er eflt • framkvæmdastjórn ESB var veitt heimild til að innleiða alþjóðlegu endurskoðunarstaðlana. Að auki voru eftirfarandi aðgerðir settar fram vegna eininga tengdum almannahagsmunum: • kröfur um innihald áritunar endurskoðenda voru auknar auk þess sem gerðar voru auknar kröfur um skýrslugerð til endurskoðunarnefnda, • settar voru reglur um reglubundin skipti á endurskoðendum (rotation), • gerður var listi yfir ýmsa þjónustu aðra en endurskoðun sem endurskoðendum er ekki heimilt að veita, • skilgreindar voru hámarkstekjur af annarri heimilli þjónustu en endurskoðun, • hlutverk og kröfur um hæfni endurskoðunarnefnda var aukið Þessi tilskipun og reglur komu til framkvæmda í byrjun árs 2016 og er nú verið að innleiða þær á Íslandi í nýju frumvarpi um endurskoðun og endurskoðendur sem verður líklega að lögum á vormánuðum 2019. BREYTINGAR Á REGLUUMHVERFINU Á ÍSLANDI Þrátt fyrir álit og tillögur Þingmannanefndarinnar um að farið yrði í endurskoðun á lögum um endurskoðendur, þá hafa engar efnislegar breytingar orðið á þeim. Það er ekki fyrr en núna í lok árs 2018 að það er komið fram frumvarp til nýrra laga sem er byggt á tilskipun ESB frá árinu 2014. Hins vegar var gerð lagabreyting árið 2010 á lögum um fjár- málafyrirtæki sem snertir endurskoðendur fjármálafyrirtækja verulega. Annars vegar var það að endurskoðandi eða endur- skoðunarfyrirtæki skal ekki gegna öðrum störfum fyrir fjármála- fyrirtæki en endurskoðun. Hins vegar er það breytingin, sem sjálfsagt fór fyrir brjóstið á einhverjum, sem er að endurskoð- andi má aðeins vera í fimm ár í hverju fyrirtækiog má ekki koma aftur að endurskoðun þess fyrr en eftir fimm ár til viðbótar. Í umsögn með lagafrumvarpinu um þetta skilyrði segir meðal annars að endurskoðendur hafi ekki farið varhluta af gagnrýni vegna þeirra hremminga sem dunið hafa yfir fjármálakerfi heimsins og því þyki mörgum sem trúverðugleiki þeirra sem sérfræðinga er votta fjárhagslega stöðuog heilbrigði fjármála- fyrirtækja hafi beðið hnekki. Þess vegna er lagt til að ekki verði heimilt að sama endurskoðunarfyrirtæki sjái um endurskoðun fjármálafyrirtækis lengur en fimm ár. Tilgangur ákvæðisins er tvíþættur samkvæmt umsögninni, í fyrsta lagi er verið að reyna að sporna við því að endurskoðendur verði um of fjárhagslega háðir einu fyrirtæki og í öðru lagi að sú vissa sem þeir standa frammi fyrir að samkeppnisaðilar geta skoðað verk þeirra að ráðningartíma liðnum muni leiða til vandaðri vinnubragða. Þetta er athyglisvert þar sem sú hugmynd að takmarka starfstíma endurskoðenda var kannski ekki endanlega sett á blað fyrr en með Green Paper sem var gefið út í október 2010. Og þar er ekki sett fram hugmynd um það hvað slíkur starfstími á að vera langur, það kemur með reglugerð ESB frá 2014 um endurskoðun eininga tengdum almannahagsmun- um. Í þeirri reglugerð er endurskoðunarfyrirtæki heimilt að vera í tíu ár með endurskoðun slíkra fyrirtækja, með mögulega framlengingu um önnur tíu ár, að vísu eftir útboð. Reglur um

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.