FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 28

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 28
28 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 útskipti endurskoðenda í íslensku lögunum um fjármálafyrir- tæki eru því mun strangari en í Evrópu. Að vísu virðist standa til að milda þessar reglur um útskipti verulega í nýjum lögum um endurskoðendur, nema auðvitað að áfram standi í lögum um fjármálafyrirtæki að endurskoðendur megi ekki vera lengur en fimm ár? AÐRAR BREYTINGAR Á ÍSLANDI Þrátt fyrir að lagabreytingar frá hruni sem snerta starf endur- skoðenda hafi ekki verið miklar þá hefur orðið, að því að við telj- um, veruleg þróun í öðrum reglum í umhverfi endurskoðunar. Siðareglur félags löggiltra endurskoðenda (FLE) voru sam- þykktar árið 2009. Þetta er reyndar vinna sem byrjaði árið 2006 og eru þær byggðar á siðareglum alþjóðasambands endurskoðenda, IFAC. Í lögum um endurskoðendur frá 2008 er tilgreint að allir endurskoðendur skuli fylgja þeim siðareglum sem FLE gefur út. Síðan eru það alþjóðlegu endurskoðunarstaðlarnir. Í lögum um endurskoðendur segir að við endurskoðun eigi að fylgja alþjóðlegu endurskoðunarstöðlunum, sem gefnir eru út af IFAC. Tilgangurinn með þessu er að sjálfsögðu, sem hluti af alþjóðavæðingunni, að samræma störf og álit endurskoðenda á milli landa. Þróun í þessum stöðlum hefur verið og er ennþá veruleg enda er þar reynt að bregðast við erfiðum aðstæðum sem geta komið upp á hverjum tíma með breyttum og bætt- um vinnuaðferðum. Þessar breyttu og bættu vinnuaðferðir kalla oftast á meiri vinnu hjá okkur endurskoðendum. Oft án þess að við fáum meira greitt fyrir það, en hver er svo sem að kvarta? Á árunum 2006-2009 voru alþjóðlegu endurskoðunarstaðlarnir rækilega endurskoðaðir og gerðir skýrari og var þessi endur- bætta útgáfa þeirra fyrst notuð við endurskoðun ársins 2010. Í byrjun var þessi endurskoðun á stöðlunum viðbrögð við alþjóðavæðingunni á fjármálamörkuðunum þar sem flóknara umhverfi kallaði á skýrari reglur og aukið gagnsæi. Fjármálakreppan hafði einnig áhrif og flýtti fyrir að endurbættir staðlar væru teknir í notkun. LOKAORÐ Strax eftir hrun og fjármálakreppu var athyglin mest á fjár- málafyrirtækjunum, bæði hér heima og erlendis. Athyglin beindist að reikningsskilum þeirra, stjórnun og stjórnendum þeirra. Einnig beindist hún að eftirlitinu með þeim af hálfu fjár- málaeftirlita. Störf endurskoðenda komu einnig til skoðunar. Markmiðið var tryggja fjármálastöðuleikann og að reyna að koma í veg fyrir aðra kreppu. Til að bregðast við gagnrýninni hafa verið gerðar, eða eru í far- vegi, breytingar á því umhverfi og regluverki sem endurskoð- endur starfa í. Til að lista þær upp í stuttu máli höfum við tekið þær saman í eftirfarandi punkta: Gagnrýni: Endurskoðendur eru of tengdir stjórnendum fyrir- tækjanna. Viðbrögð: Settar voru reglur um útboð og um takmörkun á starfstíma endurskoðenda. Gagnrýni: Áritun endurskoðenda er ekki nógu góð. Viðbrögð: Reglur um áritun voru bættar í endurskoðunar- stöðlunum og í tilskipum ESB sem kemur inn í íslensk lög árið 2019. Gagnrýni: Staða útlána fjármálafyrirtækja gefur ranga mynd. Viðbrögð: Reikningsskilastaðli um afskriftarreikning útlána var breytt og endurskoðunarstaðli um endurskoðun á mati stjórn- enda var breytt. Gagnrýni: Endurskoðendur eru innvinklaðir í allt starf fyrir- tækjanna sem þeir eru að endurskoða. Viðbrögð: Siðareglurnar afmarka hvað endurskoðandi má gera í fyrirtækjum og tilskipun ESB og lög um fjármálafyrirtæki takmarka aðra vinnu um endurskoðenda. Gagnrýni: Ýmis atriði í störfum endurskoðenda sem var velt upp í Green Paper frá ESB. Viðbrögð: Megnið af þessum atriðið voru sett inn í tilskip- un ESB og reglugerð um endurskoðun. Þessi atriði koma inn í íslensk lög með nýjum lögum um endurskoðendur á vor- mánuðum 2019. Það verður að segjast eins og er, þegar litið er á listann hér að ofan, að þetta virðast kannski ekki vera miklar breytingar. En við sem vinnum við endurskoðun, finnum vel fyrir þessum breytingum og auknu kröfum sem orðið hafa í störfum okkar á síðustu tíu árum. Hversu oft heyrum við ekki stéttina kveinka sér yfir endalausu gæðaeftirliti og endalausri endurmenntun, nýjar og nýjar kröfur endurskoðunarstaðlanna og einhver ný tölvukerfi til að vinna með og allri skjöluninni sem því fylgir. Að ekki sé talað um gríðarlegar breytingar í atvinnulífinu, í fyrirtækjum og þeirra umhverfi. Og nú nýjasta ógnin, að það sé jafnvel ekki ólíklegt að eftir tíu ár hafi tölvurnar tekið við af okkur og hinn nýi löggilti endurskoðandi, A.I., áriti ársreikninga fyrirtækja rafrænt! En hvað um það, á meðan að sjóðstreymið stemmir og allt er rétt skráð í endurskoðunargrunnana, þá brosum við endurskoðendurnir og erum sátt, ekki satt? Herbert Baldursson og Íris Ólafsdóttir

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.