FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 30

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 30
30 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 2.1 TENGDIR LÖGAÐILAR Milliverðlagningarákvæðið tekur einungis til tengdra lögaðila en sérstaka skilgreiningu á tengslum er að finna í þremur bókstafsliðum 4. mgr. 57. gr. tsl. Lögaðilar teljast vera tengdir séu þeir hluti af samstæðu samkvæmt lögum um ársreikninga, undir beinu og/eða óbeinu meirihlutareignarhaldi eða stjórnunarlegum yfir- ráðum tveggja eða fleiri lögaðila innan samstæðu, sé meirihlutaeignarhald eins lögaðila yfir öðrum til staðar samanlagt með beinum eða óbein- um hætti eða þá að þeir séu beint eða óbeint í meirihlutaeigu eða undir stjórnunarlegum yfirráð- um einstaklinga sem eru tengdir sifjaréttarlegum böndum. Eignarhlutdeild aðila í lögaðila getur verið bein eða óbein en með því er átt að aðili eigi meira en helmingshlut í lögaðila, beint eða óbeint, eða hafi eftir atvikum annars konar ráðstöfunar- rétt yfir eignarhlut s.s. með atkvæðisrétti eða sér- stöku samkomulagi, þ.e. stjórnunarlegum yfirráð- um enda fer formlegt og raunverulegt eignarhald ekki alltaf saman. 2.2 SKJÖLUNARSKYLDA Með skjölunarskyldu er í megindráttum átt við að skjölunarskyldur lögaðili skrái upplýsingar um eðli og umfang viðskipta við tengda lögaðila, eðli tengsla og grundvöll ákvörðunar milliverðlagn- ingar í tengdum viðskiptum. Skjölun er þannig grundvöllur mats fyrir skattyfirvöld til að meta hvort verð eða skilmálar í tengdum viðskipum sé í samræmi við armslengdarregluna, þ.e. líkt og um ótengda aðila ræðir. Lögaðila ber skylda til að skjala viðskipti, sem ekki teljast minniháttar, við tengdan lögaðila sem er heimilisfastur erlendis og þegar rekstrartekjur hans á næstliðnu reikningsári eða heildareignir í upphafi eða við lok næstliðins reikningsárs eru yfir einum milljarði króna. Séu viðskiptin einvörðungu milli innlendra tengdra aðila þá eru slík viðskipti undanþegin skjölun. Markmið skjölunar er að sýna fram á að verðá- kvörðun í viðskiptum tengdra aðila hafi verið í samræmi við armslengdarregluna á hverju tímabili. Með skjöluninni skal þannig gera sérs- taka grein fyrir ákvörðun verðs, hvaða atriði höfðu áhrif á verðmyndun ásamt því að tiltaka hvaða aðferð er notuð við verðákvörðunina. Allt er þetta gert til að finna út og sýna fram á armslengdar- verðið. Mikilvægt er að gera grein fyrir því að hvaða marki verðlagning er talin vera í samræmi við þær aðferðir sem tilgreindar eru í leiðbein- ingarreglum OECD um milliverðlagningu. Þá ber einnig að hafa í huga að aðferðir við ákvörðun verðs geta verið misflóknar, misumfangsmiklar og krafist misítarlegra skýringa en það ræðst m.a. af eðli hinna tengdu viðskipta. Skjölunin gildir ekki um minniháttar viðskipti milli tengdra aðila, t.a.m. ráðstafanir sem hafa takmarkað efnahagslegt umfang og takmarkað vægi fyrir rekstur við- komandi aðila. Engu síður er nauðsynlegt að gera grein fyrir því við framtalsskil að skattaðilinn nýti sér undanþáguna. Sé skattaðili skjölunarskyldur þá er mikilvægt að hann staðfesti skjölunarskyldu við framtalsskil. Með staðfestingunni, þ.e. eyðublaði RSK 4.28, staðfestir hann skjölunarskyldu og að fullnægjandi skjölun hafi átt sér stað. Ríkisskattstjóra er síðan heimilt að óska eftir skjölunargögnum eftir að framtalsfrestur er liðinn og hefur skattaðili þá 45 daga frá því að beiðnin barst til að bregðast við fyrirspurn- inni um aðgang að skjölunarskyldum gögnum. Engin bein sektarheimild er fyrir því sé skjölun ekki skilað en engu síður hefur ríkisskattstjóri heimild til að leið- rétta milliverðlagningarverðið og ákvarða þannig skattstofna að nýju, allt eftir því hvort verð reynist of- eða vanmetið. Í framhaldi er líklegt að ríkisskattstjóri nýti heimildir tekjuskattslaga til 25% álagsbeitingar á vanframtalda skattstofna sem hefur í för með sér aukna skattbyrði fyrir skattaðilann. Þannig er mikið í húfi fyrir hinn skjölunarskylda aðila að skjala tengd viðskipti yfir landamæri og haga skjölun sinni í samræmi við gildandi reglur. Þar af leiðandi er mikilvægt að benda skattaðilum á skylduna til að skjala tengd viðskipti, falli þeir á annað borð undir ákvæðið. Hafa skal hugfast að reglur um milliverðlagningu eiga við um viðskipti milli tengdra lögaðila þrátt fyrir að á þeim hvíli ekki krafa um skjölunarskyldu. Athuga skal að reglurnar eiga við óháð því hvort innlendur lögaðili á í viðskiptum við inn- lendan eða erlendan lögaðila sem honum er tengdur á meðan skjölunarskyldan á eingöngu við þegar innlendir aðilar eiga í viðskiptum yfir landamæri við tengda aðila. Ef tengsl milli lögaðila eru með öðrum hætti en greinir í milliverðlagningar- reglunum þá geta almennar skattasniðgöngureglur 1. og 2. mgr. 57. gr. tsl. átt við um viðskipti þeirra á milli. Þannig er grundvallaratriði varðandi gildissvið milliverðlagningarreglnanna að lögaðilar séu tengdir samkvæmt 4. mgr. 57. gr. tsl. Þrátt fyrir að skilgreiningar á tengslum séu ekki sérstaklega teknar hér til umfjöllunar þá er nauðsynlegt að kanna í fyrsta lagi hvort að tengsl séu á milli aðila þannig að verðlagning og/ eða skilmálar í viðskiptum falli undir ákvæði 3. mgr. 57. gr. tsl. og í framhaldi er nauðsynlegt að kanna hvort að viðkomandi aðili sé skjölunarskyldur á grundvelli 5. mgr. 57. gr. tsl. Sé hann skjölunarskyldur þá þarf að ítreka fyrir viðkomandi skattaðila mikilvægi skjölunar og í framhaldi undirbúa skjölun. Því næst skal með framtali tilkynna ríkisskattstjóra um skjölunarskyldu og að skjölun tengdra við- skipta hafi farið fram.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.