FLE blaðið - 01.01.2019, Side 31

FLE blaðið - 01.01.2019, Side 31
31FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 stæðufélaginu að skila skattyfirvöldum eyðublaði RSK 4.31 við lok reikningsárs svo að ríkisskattstjóri geti vitað í hvaða ríki embættið geti nálgast skýrsluna en embættið auglýsir í byrjun hvers árs hvenær skuli skila eyðublaðinu. Íslensku reglurnar um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu eru hins vegar ekki nægjan- lega skýrar og misræmi er á milli lagaákvæðisins annars vegar og svo reglu- gerðarinnar hinar vegar. Misræmið liggur helst í því hvað sé átt við með sam- stæðufélögum, hverjir séu skilaskyldir samkvæmt undantekningarreglu 2. mgr. 91. gr. a. tsl. o.s.frv. Lögskýringargögn eru af skornum skammti enda kom ákvæðið inn á sínum tíma með breytingartillögu efnahags- og viðskiptanefndar. Sé aftur á móti horft til fyrirmyndar OECD þá er ljóst að t.a.m. fastar starfs- stöðvar eða útibú erlendra félaga geta fallið undir skilaskylduna. Lesa má úr hinu íslenska lágaákvæði að fastar starfsstöðvar eða útibú falli ekki undir skila- skylduna á meðan íslenska reglugerðarákvæðið kveður á um hið gagnstæða. Í reglugerðinni er tiltekið sérstaklega að skilaskyldan hvílir á öðrum samstæðu- félögum innan heildarsamstæðunnar á meðan einungis er kveðið á um félög í lagaákvæðinu. Samstæðufélög eru sérstaklega skilgreind í reglugerðinni sem lögaðilar innan heildarsamstæðu, þ.m.t. föst starfsstöð. Reglugerðin er því meira í samræmi við tilmæli OECD heldur en lagaákvæðið. Margrét Sigurðardóttir 3. RÍKI-FYRIR-RÍKI SKÝRSLA UM SKATTSKIL Hluti af 13. aðgerðaráætlun BEPS laut að svokölluðum ríki-fyrir-ríki skýrslum (e. Country- by-Country Reports). Í lok árs 2016 voru lög- festar hér landi, að fyrirmynd 13. BEPS aðgerð- aráætlunarinnar, reglur um skil á slíkum skýr- slum. Reglurnar er að finna í ákvæði 91. gr. a. tsl., sbr. einnig í reglugerð nr. 1166/2016, um skil á ríki-fyrir-ríki skýrsluog byggja þær með beinum hætti á fyrirmynd OECD um milliverð- lagningu líkt og henni var breytt með 13. BEPS aðgerðaráætluninni. Ríki-fyrir-ríki skýrsla kemur til viðbótar við hefðbundna skjölun en um er að ræða skýrslu sem lýsir fjölþjóðasamstæðunni á heildstæðan hátt. Megintilgangur með skýr- sluskilunum er að skapa grunn fyrir skattyfir- völd við áhættugreiningu en í skýrslunni skulu koma fram upplýsingar um tekjur og greidda skatta eftir ríkjum auk þess sem lýsa skuli starf- semi hvers samstæðufélags í hverju ríki fyrir sig, stöðu eigin fjár o.fl. Ekki er komin reynsla á framkvæmdina hér á landi sem slíka en allar ríki-fyrir-ríki skýrslur sem ríkisskattstjóri móttek- ur skulu vera á XML formi sem uppfyllir kröfur embættisins og kröfur OECD. Þá þarf að sækja um sérstakt auðkenni, gera prófanir, sannreyna gögn o.fl. svo unnt sé að skila skýrslunni til hér- lendra skattyfirvalda. 3.1 Á HVERJUM HVÍLIR SKILASKYLDAN? Meginreglan er sú að skýrsluna skuli afhenda í því ríki sem móðurfélag heildarsamstæðu er heimilisfast og þaðan skuli henni deilt án beiðni til annarra ríkja sem samstæðufélög starfa í á grundvelli upplýsingaskipta- og tvísköttunar- samninga. Skilaskyldan getur engu síður hvílt á öðrum samstæðufélögum heldur en móður- félaginu og slíkt við þegar hinu erlenda móð- urfélagi er ekki skylt að skila skýrslunni í sínu heimilisfestarríki, þegar heimilisfestarríki hins erlenda móðurfélags hefur ekki gert upplýs- ingaskiptasamning við Ísland er kveður á um sjálfvirk upplýsingaskipti á skýrslunni eða þegar ríkisskattstjóri hefur tilkynnt íslenska samstæð- ufélaginu að heimilisfestarríki hins erlenda móð- urfélags hafi ekki gert upplýsingaskiptasamning eða skilar embættinu af öðrum ástæðum ekki skýrslunni. Skyldan til að skila skýrslunni gildir þó ekki ef tekjur heildarsamstæðunnar á síðasta reikningsári voru lægri en 100 milljarðar kr. Íslensku samstæðufélagi, óháð því hvort að það sé skilaskylt eða ekki, ber ávallt að tilkynna rík- isskattstjóra um í hvaða ríki hið erlenda móður- félag skilar ríki-fyrir-ríki skýrslu. Þannig ber sam-

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.