FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 33
33FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
Radisson Blu Royal Hotel, Brussels upp úr hádeginu þá höfðu
þeir það sem eftir var dagsins til að kynna sér þær dásemdir
sem Brussel borg hefur upp á bjóða líka þar sem hótelið var
staðsett algjörlega í miðju borginnar í stuttu göngufæri frá ráð-
hústorginu Grand Place.
Belgía og þar með Brussel hefur líka svo margt upp á að bjóða.
Það virðist vera þannig með Belgana að ef þeir taka sér eitt-
hvað fyrir hendur þá gera þeir það vel. Þar er hægt að taka
nokkur dæmi um hluti sem þeir hafa náð topp árangri í eins og
súkkulaðigerð, bjórbruggun, vöfflugerð, teiknimyndagerð og
svo rífast þeir við Frakka um það hvort franskar kartöflur séu
ekki í raun belgískar. Belgar hafa líka lagt sitt af mörkum til
tónlistarinnar og má þar fremstan nefna Jacques Brel sem
söng og samdi m.a. lögin Ne me quitte pas (If you go away) og
Le Moribond (Seasons in the Sun). Þannig að öruggt var að
hægt var að nota hin frjálsa tíma til að kynna sér mat og menn-
ingu í fremstu röð. En svo var líka bara hægt að fara á Delerium
Café þar sem boðið er upp á 2.004 mismunandi bjóra skv.
Guinness World Records miðað við janúar 2004 og eyða frjálsa
tímanum þar og mun hafa legið fyrir mörgum félagsmönnum,
mökum og gestum þeirra að a.m.k að ljúka deginum á
Delerium Café.
Á föstudagsmorgninum þann 28. September 2019 var boðað
til hinna svokölluðu borgarleika. Borgarleikarnir byrjuðu þannig
að þátttakendum var skipt í ca. 6 manna hópa sem voru vís-
indalega valdir af starfsmönnum FLE þannig að í hópnum væru
helst ekki saman vinnufélagar eða makar og gestir sem þekkt-
ust. Hver hópur fékk í hendurnar spjaldtölvu sem þjónaði hópn-
um sem vegvísir og jafnframt sem spurninga-, mynda- og
myndbandsvél auk þess hægt var að teikna í henni myndir ef
þannig stóð á.
Leikurinn fólst í því að finna með aðstoð spjaldtölvunnar þekkt
kennileiti eða staði í miðborg Brussel, svara þar spurningum
um staðinn eða kennileitið og taka mynd eða myndband þar
sem hópmeðlimir þurftu að sýna fram á listræna hæfileika.
Þetta var jafnframt keppni þar sem reiknað var til stiga rétt
svör við spurningum sem hægt var að velja misþungar og þar
með fá fleiri stig og að auki var að störfum dómnefnd sem gaf
aukastig fyrir listræna frammistöðu. Fyrirfram virkaði þetta
svolítið ruglingslegt en þegar upp var staðið þá var þetta virki-
lega vel heppnað, skemmtilegt og fræðandi. Greinarhöfundur
skemmti sér konunglega við að leysa margs konar þrautir með
fólki sem hann hafði jafnvel aldrei talað við áður en voru á
þessu augnabliki hans bestu vinir og samherjar.
Borgarleikarnir innihéldu líka stopp hvar annars staðar heldur
en á Delerium Café þar sem boðið var upp á bjórsmökkun.
Þegar spjaldtölvum var skilað á Grand Place upp úr hádeginu
þá voru margir endurskoðendur vongóðir um að þeirra hópur