FLE blaðið - 01.01.2019, Side 34

FLE blaðið - 01.01.2019, Side 34
34 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 hefði unnið keppnina vegna þess að þeir höfðu svarað svo mörgu réttu og spjaldtölvan sýndi að þeir voru með hærra stigaskör en næsti hópur. En þá hugsuðu þeir of mikið eins og endurskoðendur og tóku ekki tillit til aukastigana sem fékkst fyrir listræna túlkun og hæfileika. Slíkri túlkun og hæfileikum var hægt að koma á framfæri af mikilli kúnst sérstaklega þegar tvo kennileitin sem hægt var að leika sér í kringum voru annars vegar pissandi stúlka og hins vegar pissandi drengur. Enda kom það í ljós að þegar úrslitin voru tilkynnt á lokakvöldinu þá höfðu nördarnir tapað fyrir listrænu blómunum í hópi endur- skoðanda og gesta þeirra. Eftir að borgarleikunum lauk upp úr hádeginu var aftur frjáls tími og formleg dagskrá hófst ekki aftur fyrr en morguninn eftir. Restin af deginum nýttu ferðalangarnir sér til að kynna sér betur mat og menningu í fremstu röð auk þess sem hægt var að gera góð kaup í verslunum miðborgarinnar, en svo var líka hægt að fara bara aftur á Delerium Café. Um kvöldið vildi svo skemmtilega til að margir af endurskoðendunum og gest- um þeirra fóru á sama veitingarstaðinn Belga Queen sem var steinsnar frá hótelinu meira að segja í sömu götunni. Húsnæði veitingastaðarins hýsti áður rótgróin banka og var það því skemmtilegt upplifun að drekka fordrykkinn í bankahvelf- ingunni í kjallaranum og má segja að hann hafi verið drukkinn í öruggu umhverfi. Það var kannski ekki tilviljun að þessi veitingastaður hafi orðið fyrir valinu hjá svona mörgum þetta kvöldið vegna þess að sögn framkvæmdastjóra FLE þá fer hann alltaf með nýja formenn félagsins út að borða á Belga Queen þegar þeir eru saman í embættisferðum í Brussel. Morguninn eftir laugardaginn 29. september 2018 vöknuðu endurskoðendur hressir til að fara á ráðstefnu sem haldinn var á hótelinu og fjallaði að mestu á einhvern hátt um tengsl Íslands við Evrópu og Evrópusambandið á sviði endurskoðunar og reikningshalds og um það að geta lesendur kynnt sér betur á heimasíðu FLE þar sem hægt er að finna glærur fyrirlesar- anna á ráðstefnunni. Eftir hádegismat var síðan fyrirlestur opinn öllum bæði endur- skoðendum og gestum þeirra þar sem fyrirlesarinn Nigel Barlow fjallaði um á eftirminnilegan hátt um skapandi hugsun, nýsköpun og mannlega þáttinn þegar stafræn framtíð bankar með þunga á dyrnar. Það sem stóð upp úr hjá honum var það hvernig hann sannaði einn einu sinni fyrir áheyrendum að við dæmum fólk fyrst og fremst af útlitinu og klæðaburði og eru búin að mynda okkur fullmótaða skoðun á viðkomandi án þess að þekkja nokkuð til persónunnar. Með öðrum orðum þá leit Nigel þannig út og klæddi sig þannig að flestir bjuggust við að fyrirlesturinn yrði langur og leiðinlegur þegar hann var í raun mjög fræðandi, skemmtilegur og fljótur að líða.

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.