FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 35

FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 35
35FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 Ráðstefnulok voru kl. 15 og þá var enn einu sinni frjáls tími sem hægt var að nota í ýmislegt en aðallega til að undirbúa sig undir Gala kvöldverðinn á hótelinu sem byrjaði með fordrykk kl. 19. Til borðs var sest kl. 20 og borinn var fram dýrindismatur en undir matnum voru úrslit borgarleikana kynnt auk þess sem afrakstur mynda og myndbanda hópana voru sýnd við mikinn fögnuð viðstaddra vegna þess að eins og við öll vitum þá geta endurskoðendur og gestir þeirra verið mjög skemmtileg og skapandi þegar á reynir. Eftir kvöldverðinn spilaði íslenska hljómsveitin Kókos fyrir dansi fram eftir nóttu við góðar undirtektir gesta og var gerður góður rómur af frammistöðu hljómsveitarinnar. Hjómsveitin var einnig mjög ánægð með frammistöðu gestanna en á fésbókarsíðu hljómsveitarinnar segir m.a. um þennan atburð: „Við fórum á Evróputúr um daginn þar sem við skemmtum Félagi löggiltra endurskoðenda - FLE á lokakvöldi á ráðstefnu í Brussel. Þessi hópur var einn sá fjörugasti sem við höfum spil- að fyrir og við erum óendalega glöð með þetta gigg. Við spiluð- um fyrst “unplugged” í fordrykk fyrir mat og svo var partýball- -spilerí inn i nóttina með þessu frábæra fólki. Takk fyrir okkur endurskoðendur!„ Greinarhöfundur fór reyndar snemma í háttinn en frétti daginn eftir að skemmtunin hefði ekki farið úr böndunum og bara einn félagsmaður hefði handarbrotnað við dansiðkunina. Daginn eftir sunnudag héldu flestir heim á leið en einhverjir framlengdu um nokkra daga til að kynnast þessari frábæru borg Brussel betur. Greinarhöfundur sem á samanlagt 100 afmæli og starfsafmæli nú í byrjun janúar 2019 (120 ára með kvöld og helgarvinnunni) verður að játa að þetta er skemmtilegasta og best heppnað- asta ferðin sem hann hefur farið í á vegum FLE þótt allar hafi þær verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Í fyrsta lagi var skipulagið gott með hæfilegu samblandi af fræðslu og skemmt- un með nægum frjálsum tíma og engum rútuferðum. En í öðru lagi var gaman að sjá hve margir ungir félagsmenn tóku þátt í ferðinni af lífi og sál og t.d. var ég vitni af því þegar tveir ungir endurskoðendur frá sitt hvoru fyrirtækinu voru að metast um það hvor væri kjötaðri en sættust síðan og ákváðu skipta með sér höfuðborgarsvæðinu í þeim málum á bróðurlegan hátt og eru þeir vinir nú í dag sem er tilgangurinn með svona ferðum og vonandi þarf ekki að bíða aftur í 13 ár eftir næst ferð verði farin heldur verði hún sett á dagskrá fyrr en síðar. Benóní Torfi Eggertsson

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.