Feykir


Feykir - 11.05.2022, Síða 3

Feykir - 11.05.2022, Síða 3
Norðurland vestra Enn fækkar íbúum „Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 668 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. maí 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 273 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrar- bæjar fjölgaði á þessu tímabili um 59 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 402 íbúa eða um 2%,“ segir í frétt á heimasíðu Þjóðskrár. Á Norðurlandi vestra fjölgaði í einu sveitarfélagi. Á Skra.is kemur fram að íbúum Skorradalshrepps hafi fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna fimm mánuði eða um 18,3% þar sem fjölgaði um ellefu íbúa. Í tveimur landshlutum hefur íbúum fækkað á síðastliðnum fimm mánuðum og reynist fækkunin hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra eða um 0,6% sem er fækkun um 43 íbúa. Á sama tíma fjölgaði íbúum Suðurnesja um 1,7% á tímabilinu. Alls fækkaði um 43 íbúa á Norðurlandi vestra hvar skráð- ur er alls 7.381 maður í lands- hlutanum. Munar þar mestu að 30 manns yfirgáfu Skagafjörð á tímabilinu en þar eru nú skráðir 4.072, níu fóru frá Skagaströnd og búa þar 475 nú, sex fluttu frá Blönduósi hvar 923 eru skráðir með lögheimili og fjórir úr Húnavatnshreppi sem nú telur 381 íbúa. Íbúum Húnaþings vestra fjölgaði hins vegar um sex og eru íbúar þar 1.236 en í Akrahreppi, þar sem 204 búa, og í Skagabyggð þar sem 90 manns teljast, stóð íbúatalan í stað. Það er þó huggun harmi gegn að nú eru skráðir 54 fleiri á Norðurlandi vestra en var 1. des. 2019 þegar íbúar töldust vera 7.327 talsins. /PF Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar Við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara laugardaginn 14. maí n.k. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild á Ketilási þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Héðinsminni þar kjósa íbúar Akrahrepps - kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst,enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00. Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá Sýslumanni Norðurlands vestra á Sauðárkróki fram að kjördegi frá kl. 09:00 til kl. 15:00 virka daga og til kl. 17:00 á kjördag. Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustof- unnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi. Starri er með doktorspróf í grasafræði frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð en hefur undanfarna tvo áratugi starfað á Akureyrarsetri Náttúrufræði- stofnunar Íslands sem sér- fræðingur og um áratugar skeið sem fagsviðsstjóri í grasafræði. Á heimasíðu NNV segir að í starfi sínu hafi Starri sinnt og borið ábyrgð á ýmsum verk- efnum eins og rannsóknum á fléttufungu Íslands, vöktun fléttna í Surtsey, vöktun fram- vindu gróðurs á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls og vöktun tindagróðurs í Öxnadal inn- an alþjóðlega verkefnisins GLORIA (Global Observation Research Initiative in Alpine Environments). Sömuleiðis hefur hann tekið virkan þátt í vistgerðarkortlagningu Íslands og vaktað og metið tegundir á válista. Starri hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi fyrir hönd Náttúrufræðistofnunar einkum á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) þar sem Starri hefur undanfarin ár starfað sem formaður þurrlendisstarfshóps CBMP sem tekur til vöktunar líffræðilegrar fjölbreytni á norðurhjara. Samhliða störfum sínum á Náttúrufræðistofnun hefur Starri sinnt kennslu við bæði Háskólann á Akureyri og Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri. Hann hefur birt, bæði einn og í samstarfi við aðra, um þrjátíu greinar í alþjóðlegum tímaritum auk fjölmargra innlendra ritsmíða. Starri þekkir vel til náttúrufars á starfsvæði Náttúrustofunnar sem, auk margháttaðrar reynslu hans, gerir hann vel í stakk búinn að sinna starfi forstöðu- manns Náttúrustofunnar að mati stjórnar sem hlakkar til samstarfsins. /PF Náttúrustofa Norðurlands vestra Nýr forstöðumaður ráðinn Starri Heiðmarsson, nýr forstöðumaður Náttúrustofunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur veitt nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra viðtöku. Í frétt á vef SSNV segir að í áætluninni séu teknar saman helstu áherslur landshlutans hvað samgöngu- og innviðamál varðar og er áætlunin uppfærð útgáfa fyrri áætlunar sem samþykkt var árið 2019. Auk samgöngumála er í áætluninni fjallað um fjar- skiptamál, hitaveitur og raforku- kerfi. Eru brýnustu verkefni sett fram í forgangsröð í hverjum málaflokki fyrir sig. Með áætluninni vilja sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggja sitt af mörkum til að auðvelda og flýta fyrir töku ákvarðana og þar með brýnum framkvæmdum við samgöngu- og innviðaupp- byggingu í landshlutanum. Samgöngu- og innviðanefnd SSNV hafði umsjón með vinnu við gerð áætlunarinnar en hana skipuðu fulltrúar allra sveitar- félaga í landshlutanum en auk þess starfaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmda- stjóri SSNV, með nefndinni. /ÓAB Norðurland vestra Sigurður Ingi hefur tekið á móti nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Sigurður Ingi Jóhansson, innviðaráðherra, veitir áætluninni viðtöku úr hendi fram- kvæmdastjóra SSNV, Unni Valborgu Hilmarsdóttur. MYND AF VEF SSNV 18/2022 3

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.