Feykir


Feykir - 11.05.2022, Síða 8

Feykir - 11.05.2022, Síða 8
Kolbrún í bókaflóði. MYND: SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Nú ræðst Bók-haldið ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og bankar kurteislega á dyrnar hjá blaðamanninum og bókmenntagagnrýandan- um Kolbrúnu Bergþórsdóttur ... Þetta er nú kannski ekki alveg satt. Kolbrún, sem fæddist í Reykjavík árið 1957 og býr þar, fær raunar aðeins sendan tölvupóst með spurn- ingalista Bók-haldsins. Flestir ættu að kannast við Kolbrúnu úr Kiljuþáttum Egils Helgasonar sem eins af gagn- rýnendunum sem ná að smita fólk af áhuga á bóklestri. Hún starfar einnig á Fréttablaðinu og er ekki feimin við að segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar – jafnvel þó hún fari á stundum á móti straumnum. Kolbrún var klár í slaginn þegar Feykir bauð henni að svara Bók-haldinu. Hún segist því miður ekki hafa nein tengsl við Norðurland vestra. Hvaða bækur ertu með á náttborðinu? „Ég er aldrei með bækur á náttborðinu því ég les ekki í rúminu nema ég sé í útlöndum. Ég les hins vegar í sófanum mínum á hverju kvöldi. Ég er nýbúin að lesa sagnfræðibók sem heitir Nazi Wives og fjallar um eiginkonur nasistaleiðtoganna, sérlega áhugaverð bók. Las líka afar góðar en mjög þunglyndis- legar smásögur eftir Tove Ditlevsen og er að lesa The Magician eftir írska rithöf- undinn Com Toibin, algjörlega heillandi skáldsaga um þýska Nóbelsverðlaunarithöfundinn Thomas Mann og fjölskyldu hans. Mín bíða svo um 40 bækur til að lesa, mestallar á ensku, en flestar keypti ég á uppboði á netinu. Þar á meðal er bók um fræga forngrikki, tvær bækur eftir Nóbelsverð- launahafann Olgu Tokarczuk og smásögur eftir rússnesku snillingana Tsjekhov og Gogol.“ Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegn- um tíðina? „Karamazov bræð- urnir eftir Dostojevskí og David Copperfield eftir Charles Dickens eru mínar uppáhalds- bækur. Verð líka að nefna ( BÓK-HALDIÐ ) oli@feykir.is „Ég er aldrei með bækur á náttborðinu“ Kolbrún Bergþórsdóttir | blaðamaður og bókamenntagagnrýnandi Myndina af Dorian Gray eftir Oscar Wilde og To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Svo er Biblían bók bókanna, sá sem hefur ekki lesið hana getur ekki talið sig vel lesinn.“ Hvers konar bækur lestu helst? „Ég les mest af skáldverkum en hef einnig gaman af vel skrifaðri og læsilegri sagnfræði. Þegar kemur að skáldsögum er 19. öldin í miklu uppáhaldi og fyrri hluti 20 aldar.“ Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn og manstu af hvaða bók þú lærðir að lesa? „Ég lærði að lesa af Litlu gulu hænunni og hef haldið upp á hana æ síðan. Sem barn las ég allt sem ég komst í og man sérstaklega eftir ævintýr- um H. C. Andersen, Grimms- ævintýrum, Dimmalimm, bókum Astrid Lindgren og Pollýönnu. Ég grét mikið yfir Ævintýri litla tréhestsins, þótt þar hefði allt farið vel á lokum, og á þá bók enn. Ég hélt sérstaklega upp á bókaröðina um Grím grallara og gladdist mjög þegar Einar Kárason sagði mér frá dálæti sínu á þeim bókum. Ég hef síðustu árin keypt þær bækur á ensku, þær eru rúmlega 30 og mig vantar núna sjö í safnið. Ég las Jónas Hallgrímsson mjög ung og varð svo sorgbitin yfir Óhræsinu að ég steinhætti að borða rjúpu og hef ekki borðað hana síðan. Brúðarskórnir og Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson fengu mig til að tárast. Ég fór síðan að lesa Íslendingasögurnar um tíu ára aldur og mér finnst enn að Hallgerður hafi verið hið mesta flagð, það er engin ástæða til að fyrirgefa henni og fáránlegt að hampa henni. Ég las Myndina af Dorian Gray eftir Oscar Wilde í íslenskri þýðingu og varð algjörlega heilluð og er það enn í dag.“ Hvaða bók er ómissandi eða er einhver ein bók sem hefur sérstakt gildi fyrir þig? „Ef ein- hver bók er ómissandi þá er það Biblían. Hún er á ótrúlega fögru máli, full af æsilegum sögum og öðrum sem eru beinlínis göfgandi. Hún geymir mikinn boðskap og svo er það einfaldlega þannig að það er ekki hægt að skilja vestræna menningu og listir almennilega nema kunna skil á sögum hennar. Mér þykir vænt um bækurnar mínar og gaman þykir mér að eiga áritaðar bækur eftir þrjá Nóbelsverð- launahafa: Halldór Laxness, Isaac Bashievis Singer og Jose Saramago. Svo safna ég sér- staklega bókum úr Everyman‘s Library því þar er heims- klassíkin samankomin.“ Hvaða rithöfundar eða skáld fá hjartað til að slá örar? „P. G. Wodehouse er sennilega skemmtilegasti rithöfundur sem uppi hefur verið. Ég hreinlega dýrka Oscar Wilde og elska Charles Dickens. Ég bíð alltaf eftir nýrri bók frá Stephen King. Hann er reyndar mjög mistækur höfundur en þegar hann er góður þá skemmtir hann manni um leið og hann hræðir mann.“ Hvað er bók? „Fyrir mér er bók prentgripur. Það verður að vera hægt að fletta pappírsblað- síðum, skoða kápuna og setja bókina upp í hillu ef maður er hrifinn af henni. Ég lít hvorki við hljóðbókum né rafbókum, þær eru bara aumar eftirlík- ingar af almennilegum bók- um.“ Áttu þér uppáhalds bókabúð? „Waterstone á Piccadilly Circus í London er uppáhaldsbóka- búðin mín. Hún er á fimm hæðum og það er dásamlegt að gleyma sér þar. Þangað reyni ég að fara minnst einu sinni á ári, 8 18/2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.