Feykir - 11.05.2022, Page 15
Til að vinna bug á fordómum þínum
verðurðu að ferðast.
– Marlene Dietrich
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Júlí-ana.
Sudoku
Krossgáta
Feykir spyr...
Ertu viss um
hvaða flokk þú
ætlar að kjósa í
sveitarstjórnar-
kosningunum?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: klara@nyprent.is
„Ég ætla að ganga
óbundinn til kosninga.“
Gísli Rúnar Jónsson
Finna skal út eitt kven-
mannsnafn í hverri gátu.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Mikið er rætt um orkuskort í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu,
nauðsynlega orkuöflun, virkjanir og rafmagnsflutninga vítt og breitt um
heiminn. Ótrúlegt, en kannski satt, þá gætir þú framleitt næga orku til að
hita einn kaffibolla með því að öskra stanslaust í átta ár, sjö mánuði og
sex daga.
„Já ég held ég sé nokkurn
veginn búin að gera það
upp við mig.“
Rósa Dóra Viðarsdóttir
„Get ómögulega svarað."
Sólveig Guðbrandsdóttir
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Drangey há úr djúpinu rís.
FEYKIFÍN AFÞREYING F
„.Já ,ég ætla að kjósa
Byggðalistann!“
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Tilvitnun vikunnar
Kosninga- og Euro-
partýkræsingar
Næsta laugardag er heldur betur mikið að gerast því það eru
ekki bara sveitarstjórnakosningar heldur verður líka
Eurovision, vonum bara að það verði hægt að fylgjast með
gengi Íslands því þau kepptu í gær, þriðjudaginn 10. maí, eftir
að Feykir fór í prentun. Það er því tvöföld ástæða til að halda
partý og bjóða upp á eitthvað girnilegt og gott til að snakka á
fyrir framan imbakassann í góðra vina hópi.
PARTÝRÉTTUR 1
Ostakúla
400 g rjómaostur (í bláa boxinu)
1 lítill rauðlaukur
1 rauð paprika
1 poki hunangsristaðar hnetur
Mæli með að gera daginn áður!
Aðferð: Takið rjómaost úr ís-
skápnum og hafið við stofuhita.
Saxið rauðlauk og papriku smátt.
Blandið þessu saman í skál. Myndið
kúlu með höndum, notið einnota
hanska. Setjið filmu yfir og geymið
í kæli yfir nótt. Saxið hnetur og
veltið svo kúlunni upp úr.
PARTÝRÉTTUR 2
Partýostur
með valhnetum 1 stk. Dala Auður
nokkrar msk. af kirsuberjasósu
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is
Mynd og uppskrift tekin af gotteri.is
Mynd og uppskrift tekin af alberteldar.com
(fæst í glerkrukku hjá
sultunum)
valhnetukjarnar, saxaðir
niðursoðin kirsuber til skrauts
Aðferð: Hitið ostinn á bökunar-
pappír/í eldföstu fati við 180°C í
um 20 mínútur. Færið hann yfir á
bakka/disk, hellið sósunni yfir,
stráið valhnetunum þar næst yfir
og skreytið með niðursoðnum
kirsuberjum. Gott að bera fram
með hráskinku og kexi.
PARTÝRÉTTUR 3
Jarðarberjaís
400 g frosin jarðarber
160 g sykur
200 ml rjómi
50 ml vanillublanda
1 msk. sítrónusafi
Aðferð: Setjið allt í blandarann og
blandið þar til úr verður jafnt krap/
þykkur þeytingur. Setjið í ísskál og
hrærið á lægstu stillingu í 20
mínútur eða þar til blandan
þykknar enn frekar. Hægt er að
bera ísinn fram strax eða setja
hann í form/eldfast mót, plasta og
geyma í frysti eins og annan ís. Ef
þið eigið ekki sérstaka ísskál má
setja ísinn beint í form þegar hann
kemur úr blandaranum og frysta í
að minnsta kosti fjórar klukku-
stundir. Mæli með að gera tvöfalda
uppskrift, jafnvel þrefalda ef þið
eigið von á gestum því þessi er
hrikalega góður.
Mynd og uppskrift tekin af Gott í matinn.
18/2022 15
Vísnagátur Sveins Víkings
Þetta stendur en þó ekki um vetur
í þrjátíu daga og einum betur.
Í ending það gildir um alla bara
sem ógætilega um veginn fara.