Harmonikublaðið - 15.05.2021, Qupperneq 2
Ávarp formanns
Kæru félagar og vinir
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Það er kannske ekki hægt að
segja að sumarið heilsi okkur með hlýindum en þessir fyrstu dagar
maímánuðar hafa verið fallegir, sólríkir og svalir. Og núna er bjart
framundan hjá landsmönnum. Eftir erfitt covidfár og ár að baki
horfum við fram á betri tíð með blóm í haga. Það miðar vel í
bólusetningum og ef allar áætlanir standast fáum við sennilega
fullkomið samkomufrelsi í lok júlí. Þá verður glatt á hjalla og gaman
að geta loksins hist og skemmt okkur saman harmonikuunnendur.
En við höfum lært af reynslunni og göngum hægt um gleðinnar dyr
og tökum ekki áhættu með okkar fólk. Undanfarið ár hafa
harmonikufélögin lítið getað starfað, stundum náðust smásprettir
þegar Iinað var á samkomutakmörkunum, en í fyrra féllu allar
sumarhátíðir niður. Harmonikuleikarar hafa æft hver í sínu horni og
hljómsveitir félaganna hafa náð einhverjum samæfmgum en fæstar
eru tilbúnar á sviðið. Sömleiðis er það töluverð áhætta fyrir FHUR
að leggja út í mikinn kostnað við undirbúninginn þegar ástandið í
samfélaginu er þannig að ekkert má útaf bregða svo ekki verði hert á
takmörkunum aftur. SIHU og FHUR tóku því sameiginlega erfiða
ákvörðun um að fresta landsmótinu sem átti að halda 1. — 4. júlí í
sumar í Stykkishólmi, um eitt ár enn. En við ætlum að halda landsmót
SÍHU í Stykkishólmi dagana 30. júní - 3. júlí 2022 og hvetjum menn
til að taka þessa daga frá strax og stefna að því að mæta í Hólminn á
næsta ári. Rétt að ítreka það að fyrsti tíminn er bestur til að tryggja
sér góða gistingu í Stykkishólmi. Landsmótin eru frábær skemmtun,
ég hlakka til að hitta ykkur þar sem flest og njóta tónlistarveislunnar
í góðum félagsskap.
Haustfundur SIHU verður
haldinn að Hótel Laugarbakka
í Miðfirði í boði Húnvetninga
og Dalamanna, væntanlega í
byrjun september. Þar hittist
stjórn SIHU, formenn og
fulltrúar félaganna, málin
rædd og starf næstu ára
skipulagt. Að sjálfsögðu eru
harmonikurnar þandar þar
líka við hvert tækifæri.
Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað margir eru duglegir að nýta
sér tæknina á meðan samkomur hafa verið bannaðar. Menn hafa sett
inn efni á fésbók, YouTube, jafnvel heimasíður sveitarfélaga og víðar.
Þannig hefur í raun verið boðið upp á harmonikuball heima í stofu
og víst er það að tónlistin bætir, hressir og kætir. Okkur hefúr heldur
ekki veitt af upplyftingu í þessu pestarstandi. Bestu þakkir til ykkar
allra sem komu að þessum upptökum.
Þegar þessar hugleiðingar eru skrifaðar veit ég ekki með vissu hvaða
harmonikuhátíðir verða í sumar, svo segja má að þetta sé sumar
óvissunnar. Harmonikuunnendur í Reykjavík ætla að halda hátíð sína
um verslunarmannahelgina og spurning um Ydali helgina þar á undan.
En hvað sem verður þá horfum við bara bjartsýn fram á veginn og
hlökkum til næstu samverustunda. Hittumst heil í sumar við fyrsta
tækifæri sem gefst.
Harmonikukveðjur,
Filippía J. Sigurjónsdóttir
Sagnabelgurinn
Það getur verið gott að vera hugmyndaríkur þegar halda á
fjáröflunarskemmtanir. A síðasta áratug síðustu aldar kom fyrir að
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hélt dansleiki haust og vor að
Borg í Grímsnesi. Vorböllin voru kölluð vorgalsi á Borg. Þá var farið
í sætaferðum austur og komið heim síðla nætur, en dansleikirnir stóðu
til þrjú. Þetta var sem sagt áður en farið var að halda harmonikumót
á Borg. Það kom alltaf talsvert af fólki úr nágrannasveitum og stemming
var verulega góð. Alltaf voru góðir harmonikuleikarar með í för og
mikið dansað. Eitt sinn stóð til að spila fjörugan polka. Þá voru á
sviðinu nokkrir spilarar, þar á meðal Guðmundur Samúelsson og
Grettir Björnsson, allt þaulvanir menn. Polkinn hófst og gólfið var
fullt og allir hófu dansinn. Enginn dansari tók eftir neinu óvenjulegu.
Eitthvað var þó annarlegt við lagið. Eftir nokkra tóna gekk Grettir
fram fyrir hópinn, lyfti annarri hendinni valdsmannslega og stöðvaði
fjörið og mælti stundarhátt, þannig að þeir heyrðu sem næst voru við
sviðið: „Eg vissi að ætti að spila polka, en er ekki betra að við spilum
allir sama polkann?“ Það leist hinum vel á. Allt gekk betur í seinna
skiptið.
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími 456 3291 - byggdasafn@isafjordur.is - www.nedsti.is
2