Harmonikublaðið - 15.05.2021, Side 17
sem getur verið mjög flókin þegar taka á upp
harmonikutónlist. Lokaprófið í Freiburg
samanstóð meðal annars af klukkutíma leik,
þar sem leikið var nútímaverk, Barokkverk og
klassík. Að sjálfsögðu er þetta mjög krefjandi,
en maður er jú búinn að æfa og spila í mörg
ár fyrir þetta. Og þrátt fyrir mjög góðan skóla
í Freiburg heillaði tónlistarlífið í Noregi mig
meira og því er ég mikið þar.
Að tengja saman þjóðlög
og gömlu dansana
Lékstu fyrir dansi í Noregi?
Eg kynntist Kristinu Farstad Björdal í Osló,
sem kynnti mig fyrir þjóðlagatónlist og gömlu
dönsunum. Það er nauðsynlegt að læra að leika
þjóðiög og gömlu dansana til að skynja betur
takt og hljómfall. Ég lék með mörgum fyrir
dansi í Noregi, meðal annarra Kristinu Farstad
Björdal og Marius Berglund. Samstarfið við
þau var mér mjög dýrmætt og ákaflega gefandi.
Kristina hefur komið nokkrum sinnum með
mér til landsins og við héldum m.a. tónleika
og lékum fyrir dansi á harmonikumóti FHUR
á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina
2019 og skemmtum okkur konunglega.
Er mikill munur á harmonikulífinu á
Islandi og Noregi?
Ég upplifi þetta á svipaðan hátt, en þó er eins
og mér finnist Islendingar afslappaðri í
harmonikuleiknum. f Noregi eru gríðarlega
margir mjög góðir harmonikuleikarar. Annars
kynntist ég ekki svo mikið þessu lífi á Islandi.
Vantar hér að tengja saman þjóðlagatónlist og
gömlu dansana. Ég væri alveg til í að fara um
Iandið mitt og kynna hljóðfærið, sem er mér
svo kært.
Attu einhverja uppáhaldsharmonikuleikara?
Auðvitað kannast maður við marga góða, ég
ætla að nefna nefna Frode Haltli, sem er
ótrúlega flinkur, ekki síst þegar kemur að
þjóðlagatónlistinni, af gömlu meisturunum
eru minnisstæðir Norðmennirnir Toralf
Tolefssen og Henry Hagenrud og síðan Svíinn
Andrew Walter.
Áttu margar góðar minningar tengdar
harmonikunni?
Oteljandi. Þetta er það skemmtilegasta sem
ég geri á sama tíma og ég fæ útrás fyrir
allskonar tilfinningar og vinnslu á þeim í
tónlistinni. Ákveðin tónleikaferðalög eru
sérstaklega minnisstæð eins og á fallegu Mæri
í Vestur-Noregi. Þá spilaði ég meðal annars
hátt upp á fjalli í seli sem var búið að gera upp
og ekki fyrir kýr lengur, þó voru nokkrar
kvígur á gangi um kring. Það getur verið svo
gaman að upplifa nýja staði í gegnum tónlistina
og sérstaklega þegar maður nær að hrífa
áheyrendurna með sér inn í tónaheiminn. Svo
hef ég eignast marga af mínum bestu vinum
í gegnum tónlistina við að deila áhuga, ástríðu
og að tjá sig í gegnum tónlistina saman og
upplifa gleðina og sköpunarkraftinn.
Harmonikan stór hluti af lista-
og menningarsögu okkar
Hver er þín sýn á framtíð harmonikunnar
og dansins á íslandi?
Bara full eftirvæntingar. Mér finnst ég finna
fyrir svo mikilli væntumþykju fyrir
harmonikunni hér heima og fólk sýnir henni
fljótt svo mikinn áhuga og vill hlusta. Mín
skoðun er að harmonikan var hljóðfæri íslands
á 20. öldinni, gjörsamlega stór hluti af okkar
tónlistarsögu og alþýðulífi. Ég sé fullt af
tækifærum og finnst gaman að kynna allskonar
möguleika harmonikunnar fyrir áheyrendum
og spila sem fjölbreyttasta tónlist. Harmonikan
er svo fjölhæf. Ég hlakka líka til þess þegar ég
er búin að svala spilaflakkþörfinni eftir nokkur
ár að sökkva mér í harmonikukennslu. Mér
finnst almennt mjög gefandi að kenna og
sérstaklega börnum. Gömlu dansarnir eiga á
brattann að sækja en það er á sama tíma
spennandi að kynna þá ungu kynslóðinni
meira og halda áfram að læra að spila tilbrigði
gömlu dansanna á íslandi og ásamt flottum
dönsurum halda námskeið fyrir ungt fólk.
Mér finnst mjög gaman að bera saman þessa
sameiginlegu hefð gömlu dansanna í Noregi
og hér en á sama tíma eru einkenni og tilbrigði
og mismunur á dönsum á hverjum stað. Þegar
ég er í Noregi er líka alltaf verið að spyrja mig
út í íslensku danshefðina, þeim flnnst
sérstaklega tangóarnir okkar svo fallegir. Það
er svo gaman að spila gömlu dansana og dansa
þá, þannig þótt það sé stórt viðfangsefni er
samt létt að trúa að það sé hægt að vekja áhuga
hjá mörgu ungu fólki með námskeiðum og
kynningu. Þekki marga sem bara við að prófa
að dansa fannst þetta svo skemmtilegt. Eins
og á árshátíðinni í MA (Menntaskólanum á
Akureyri) segja vinir mínir sem voru þar mér
frá því að gömlu dansarnir voru í boði á efri
hæðinni og venjuleg tónlist á þeirri neðri.
Langflestir voru á efri hæðinni að dansa gömlu
dansana því það hafi verið miklu skemmtilegra.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Hlakka svo til að spila á almannafæri aftur!
Margt spennandi á döfinni sem fer í
startholurnar um leið og covid linnir. Ég mun
halda sólótónleika með fjölbreyttri tónlist á
Egilsstöðum 1. júlí og síðan barrokktónleika
í Skálholti 10. júlí. Storm Duo (ég og Kristina)
ætlum vera með tónleikaröð á Islandi í
september með mjög fjölbreyttri efnisskrá en
með áherslu á íslenska og norska þjóðlagatónlist
í okkar útsetningum. Vonandi fleirum sem
líður eins og mér að hlakka til að fara á tónleika
og spila með öðrum og hlusta á hljóðfærið
okkar.
\
OkJbaA ÓAÍexyx hxxAmxmÆuAátíó, bejn fiatdUi
fie^uA LLeAið undan^aAin ÓA d £auqatáa(Uía
C flUðfiAÖL faeJÍluA níðuA i áA.
HaAmxjAÍfMunnencLuA C UúnxuuitfiáAýAtutri
ay fUMœJUna
V
✓
17