Harmonikublaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 21

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 21
B.S.O. valsinn Það kemur fyrir að ég gramsa á netinu og þá oftar en ekki á timarit.is, en þar má finna ýmislegt forvitnilegt eins og gefur að skilja. Nýlega rakst ég á nokkuð sem vakti hressilega forvitni mína. Það var auglýsing í Morgunblaðinu þann 13. október 1957, þar sem auglýstur var dansleikur í Gúttó og þar lék hljómsveitin „Fjórir jafnfljótir" fyrir dansi. Hljómsveitina, sem var nýstofnuð skipuðu á þessum tíma þeir Magnús Randrup, sem lék á harmoniku og blásturshljóðfæri, Sigurgeir Björgvinsson, sem lék á harmoniku og píanó, auk þess vera mjög liðtækur trommari, Siggeir Sverrisson var bassaleikari og Skafti Olafsson, sem sá um sönginn auk trommuleiksins. Þetta kvöld var meðal annars auglýst að nýir dægurlagasöngvarar ætluðu að reyna hæfni sína. Þá átti að kynna tvö ný lög, Geisla kvöldsins og B.S.O. valsinn, eftir hinn vinsæla danslagahöfund Agúst Pétursson og yrði hann sjálfur viðstaddur. Eg hafði aldrei heyrt um þessi tvö lög eftir Agúst Pétursson. Eg hafði samband við dætur Agústar Péturssonar. Agústa Sigrún kannaðist við nafnið á B.S.O. valsinum, en ekki við hitt og taldi sig eiga annan textann í sínum fórum. Það reyndist rétt, en lagið það finnst hvergi. B.S.O. er skammstöfun fyrir Bifreiðastöð Oddeyrar, sem þá var búin að starfa á Akureyri síðan 1953. Ljóðið hafði Kristján frá Djúpalæk samið fyrir Agúst vin sinn og sveitunga. Það birtist í ljóðabókinni „Það gefur á bátinn“, sem út kom 1957. Þess má geta í þessu sambandi að Ágúst Pétursson lék í hljómsveit á þessum tíma með Jenna Jóns, en hann hafði einmitt samið Hreyfilsvalsinn, sem Alfreð Clausen söng inn á plötu 1954. Ljóðið birdst hér með í von um að einhver kannist við og geti jafnvel rifjað upp lagið. FH B.S.O. valsinn Lag: Agúst Pétursson Texti: Kristján frá Djúpalæk Að aka gegnum Eyjajjörð er óskadraumur slíkur, að hver, sem staðinn sér í svip, er síðan nýr og ríkur, og elskar þenna huldu-heim, sem hjúpar mistrið bláa. Og mitt íþeirri blómstur-byggð er borgin grœnna trjáa. Hér kalla ghzst oggömul nöfn frá Grund til Möðruvalla. Og þor og dyggðir Þverœings hér þróast milli fjalla. Ei Vitaðsgjafi búi bregst, efbeitt er viljans plógi. Og Ijóðin heilla huga vorn, frá Hrauni og Fagraskógi. Og keyrum austur Vaðlaveg, þar Vaglaskógur fríður þér, ferðamaður, frið ogskjól ifaðmi sínum býður. Já, landið kallar okkur öll í austur, suður, vestur. Sá endurheimtir œskuvor, sem erþess stundargestur. Sigurður Hilmar Guðjónsson f. 2. ágúst 1939 - d. 26. maí 2020 Kveðja frá Harmonikufélagi Selfoss Sigurður Hilmar Guðjónsson, Siggi í Báru fæddist í Sæbóli Sandgerði 2. ágúst 1939. Hann lést 26. maí 2020 á sjúkrahúsi í Torrevieja á Spáni. Eftirlifandi eiginkona hans er Sæunn H.B. Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Fráfall hans kom sem reiðarslag því hann hafði alltaf verið hraustur og hress og vel á sig kominn. Siggi gekk til liðs við Harmonikufélag Selfoss árið 2007. Hann féll strax vel inn í hópinn enda hlýr og hafði afar góða nærveru. Það kom strax í ljós að Siggi var skemmtilegur spilafélagi og hafði mikinn áhuga, sem sýndi sig í því að oftar en ekki keyrði hann á æfingar úr Sandgerði á Selfoss. Það var gaman að spila með Sigga en hann var mjög laginn við að radda. Hann tók fljótlega þátt í stjórn félagsins og starfaði með því til dauðadags. Fyrir áratugum hófu Siggi og Sæa að byggja sumarbústað í Grímsnesinu en þar áttu þau hjón sinn sælureit og dvöldu þar löngum stundum. Þangað var oft farið að spila og spjalla enda gott þar að vera. Arið 2013 gaf Harmonikufélag Selfoss út geisladiskinn Vangaveltur og fóru upptökurnar fram í sumarbústaðnum eftir langar og strangar æfingar. Siggi átti sér skemmtilegt áhugamál, sem fólst í því að smíða líkön af gömlum húsum frá Sandgerði, sem mörg hver eru horfin. Ekki er langt síðan hann hélt sýningu á þessum húsum, sem voru algjör listasmíð. Fyrir stuttu keyptu þau hjón sér íbúð á Spáni, sem til stóð að njóta á komandi árum en lífið er hverfult og ekki lengi að breytast. Sigga er sárt saknað af félögum í Harmonikufélagi Selfoss. Við viljum að lokum senda eiginkonu og börnum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. f.h. Harmonikufélags Selfoss, Þórður Þorsteinsson, formaður 21

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.