Harmonikublaðið - 15.05.2021, Síða 15

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Síða 15
Fulltrúi HFÞ d landsmótinu í Keflavtk 2008 Heima á Björgum 2008 var alltaf með Tollefsen disk í geislaspilaranum í bílnum. Hann hefur líka ótal mörgum sinnum sagt mér frá því þegar hann fór á tónleika með Tollefsen á Raufarhöfn á fyrstu síldarvertíðinni sem Toggi fór á þegar hann var 16 ára. Þessir tónleikar virðast vera svo lifandi í minningunni hjáTogga, skiljanlega. Þannig að Toggi hefur ekki bara kennt mér allt um hestamennsku, heldur gaf mér mikið í tónlistinni. Fékk borgað í kökum Spilar þú mikið á skemmtunum í sveitinni? Eg kom oft fram á skemmtunum Harmonikufélags Þingeyinga á Húsavík og á Breiðumýri, Ydölum og jafnvel víðar. Mér fannst Breiðamýri alltaf hlýlegri staður en Ýdalir. Þessar skemmtanir voru oft haldnar í samvinnu við tónlistarskólann og þá lék ég ýmist með öðrum í hljómsveit eða þá ein. Eg var ósltaplega feimin að koma fram og hefði þurft að gera meira af því, en þetta smá vandist með tímanum. Það var samt gaman að standa í þessu og yfirleitt fengum við góðar kökur að launum. Var mikið um tónleika á heimaslóðum? Við fengum oft tónlistarfólk í heimsókn og stundum voru þetta frábærir tónlistarmenn. Mér eru minnisstæðir Gunnar Þórðarson og Sigurður Flosason sem opnuðu alveg nýja heima fyrir okkur unga fólkið. Þá er mér mjög minnisstæð heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, sem hafði mikil áhrif á mig. Þá varð ég fyrir stórkostlegri upplifun þegar Harmonikufélag Oslóar lék á Breiðumýri 2007. Það verður mér algjörlega ógleymanlegt. Ég hafði líka mjög gaman af að taka þátt í harmonikumóti unga fólksins á Hrafnagili og Reykjum. Það var gaman að kynnast öðrum krökkum á svipuðu reki og ekkert smá gaman þegarTatu Kantomaa lék listir sínar fyrir okkur á Hrafnagili. Harmonikufélag Þingeyinga styrkti mig til náms Starfaðir þú með harmonikufélaginu? Ég kom fram fyrir þeirra hönd oft og mörgum sinnum, þar á meðal á landsmótum nokkrum sinnum. Félagið styrkti mig til náms á sínum trma, nokkuð sem ég met mikils. Það hafa alltaf verið margir harmonikuleikarar í Þingeyjarsýslunum, þannig að það voru aðrir sem sáu um að leika á dansleikjum. Ég reyndar sé dálítið eftir því núna að hafa ekki haft mig meira í frammi varðandi danstónlistina, því það hefði bara aukið við kunnáttuna. Hvert fórstu í framhaldsnám? Ég kláraði 10. bekk á Húsavík vorið 2011 og fór þá til Reykjavíkur til náms í Tónlistarskóla FIH og var þar einn vetur. Þar kynntist ég tónfræði og ýmsum jassfræðum. Þaðan fór ég í Listaháskólann sem ég kláraði ásamt Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 2014. Aðalkennari minn í Listaháskólanum var Rússinn German Khlopin. Ég hafði hugsað mér framhaldsnám og þar voru nokkrir kostir. Aðallega horfði ég til Helsinki, Kaupmanna- hafnar og Osló, sem varð svo fyrir valinu og hef ég aldrei séð eftir því. Frábærir kennarar í Osló Hvernig er háskólanámi háttað? Það eru mikil forréttindi og mikil vinna að fá að stunda háskólanám í tónlist. I þeirri byggingu sem ég stundaði nám var A Breiðamýri 2009 11 ára með Bjartfyrsta hestinn sinn 15

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.