Harmonikublaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 10
Saga harmonikumóta á Islandi - Fjórði og síðasti hluti - Harmonikufélag Vestfjarða hefur tvisvar haldið landsmót SÍHU. í fyrra skiptið 2002 og svo aftur 2017. Þeir voru þó ekki alls óvanir að halda harmonikumót, því um Jónsmessuna 1998 héldu þeir mót á Núpi í Dýrafirði. Fyrir 25 árum síðan var ekki fyrir hvern sem var að fara með hjólhýsi eða annað í þeim dúr um Vestfirði. Vegir meira eða minna mjög slæmir malarvegir að langmestum hluta. Asgeir S. Sigurðsson, sá mikli eldhugi var potturinn og pannan í þessu öllu, en honum til fulltingis voru nokkrir áhrifamenn, sem voru tilbúnir að reyna þetta. Þar má nefna Sæmund Asgeirsson málarmeistara á Isafirði, Frosta Gunnarsson verkstjóra í Súðavík og Pétur Bjarnason, sem var kynnir á mótinu. Þá lögðu hönd á plóg Ásvaldur Guðmundsson staðarhaldari á Núpi auk margra fleiri. Guðmundur Ingvarsson póstmeistari á Þingeyri lét ekki sitt eftir liggja, en hann hélt utan um dágóðan hóp í Dýrafirði, sem lét Ijós sitt skína á mótinu. Félagið var ekki á flæðiskeri statt þegar kom að harmoniku- leikurum og að sjálfsögðu voru þar fremstir í flokki Villi Valli og Baldur Geirmundsson. Ungmennahljómsveit undir stjórn Messíönu Marsellíusardóttur sýndi listir sínar við almenna ánægju. Eins og á mörgum öðrum harmonikumótum var handverksmarkaður á Núpi, þar sem ýmislegt var í boði fyrir sanngjarnt verð. Aðsókn var vel ásættanleg, en ekki voru margir gestanna utan Vestfjarða. Ibúar úr nágrannasveitarfélögum fjölmenntu hinsvegar á tónleika og dansleiki og veðrið lék við mótshaldara og gesti þessa Jónsmessuhelgi, enda alla tíð verið góð samvinna milli harmonikuunnenda á Vestfjörðum og veðurguðanna, eins og sannaðist svo eftir- minnilega á landsmótunum sem haldin voru á ísafirði 2002 og 2017. Ekki héldu Vestfirðingar fleiri harmonikumót með þessu sniði, en framkvæmd þeirra við landsmótin 2002 og 2017 var rómuð. Eins og kunnugt er eru landsmótin haldin í nafni Sambands íslenskra harmonikunnenda (SÍHU). Oll framkvæmd er í höndum einhvers aðildarfélags, sem tekur að sér að halda mótið. Einu sinni hélt landsambandsstjórnin þó mót. Það hafði nefnilega verið rætt að finna fleiri fjáröflunarmöguleika fyrir sambandið og einhver nefndi ball. Það fannst Gunnari alveg gráupplagt, halda bara útihátíð þegar ekkert aðildarfélag væri með samkomu, hafa ball á föstudags- og laugardagskvöld og spila- mennskan skipulögð jafnóðum. Og það var gert. Hátíðin var haldið í samkomuhúsinu Árbliki í Miðdölum um miðjan ágúst og varð þátttaka með besta móti, þó einhverjir hefðu 10 Hljómsveit Nikkólínu á sviSinu íÁrbliki. Ljósmynd: Siggi HarÍar efasemdir í þeim efnum í upphafi. Þetta var á fyrsta formannsári Gunnars Kvaran árið 2012 að stjórnin stóð fyrir þessu móti, sem Nikkólínufélagar og stjórnarmenn SÍHU önnuðust af einstakri eljusemi undir öruggri verkstjórn Gunnars Kvaran. Þar var fremst í flokki stjórn Nikkólínu, þau Ásgerður Jónsdóttir, Melkorka Benediktsdóttir og Hafliði Ólafsson. Svo verður að nefna Halldór Þórðarson á Breiðabólstað stjórnanda Nikkólínu, karlakórsins ofl. Einnig Steinunn og Sigrún Halldórsdætur, Vilhjálmur Bragason, Jóhann Elísson og margir fleiri Hreinn Vilhjálmsson kom að sunnan með hljómflutningstæki FHUR og sá um tækni- málin, auk þess að leika á bassann meðan entist máttur í fótum gestanna. Þarna Iék formaður sambandsins á alls oddi ásamt fleirum sem tóku að sér að leika fyrir dansi. Hljómsveit Nikkólínu Iék fyrir dansi auk Vindbelgjanna úr Reykjavík, stjórnarbands SÍHU og fleiri ágætra spilara, en fjölmargt dansáhugafólk brá sér í Dalina af þessu tilefni og veðrið lék við gesti. Eins og á flestum harmonikumótum var Iétt skemmtidagskrá á laugardeginum, þar sem Dalamenn sýndu allar sínar bestu hliðar í samvinnu við Nikkólínu. Meðlimir karlakórsins Frosta hlupu úr heyskapnum til að taka lagið, þeim þótti það nú ekki leiðinlegt. Að sjálfsögðu var svo glæsilegt kaffihlaðborð Kvöldljóð í Miðdölum. Ljósmynd: Siggi Harðar

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.