Harmonikublaðið - 15.05.2021, Side 16

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Side 16
Ifjárflutningum Storm Duo á tónleikum í Noregi Leikiðfyrir dansi með Kristinu Farstad Björdal á Borg2019. Eggert Kristinsson stofnandi Tríóið Húmið Hljóma, á trommunum og Fróði Oddsson á gítar Glatt á Hjalla á Björgum 16 þjóðlagadeild, jassdeild og klassísk deild. Nemendur eru óspart hvattir til að kynna sér sem mest af tónlistarstefnum og binda sig ekki við eina gerð tónlistar. Ekki að staðna á einum stað í tónlistinni. Hafa víðsýnið að Ieiðarljósi. Þarna var kennd tónlistarsaga, tónheyrn og ýmislegt annað. Það er gífurlega mikið af upplýsingum sem maður þarf að móttaka og greina, auk þess sem æfmgar á hljóðfærið taka mikinn tíma. Aðal hamonikukennararnir mínir í Osló voru þeir Erik Bergene, Frode Haltli og Andreas Borregaard allt frábærir tónlistarmenn. I Osló var gífurlega mikið framboð af alls kyns tónleikum, sem vegna fjölda, var engin leið að komast á nema að hluta. Þá má ekki gleyma að minnast á fræðslu varðandi hvernig á að lifa af tónlist, hvernig á að fjármagna nám, hvar hægt er að sækja um styrki og annað sem kemur sér mjög vel í lífinu almennt. Það er nefnilega ákveðin kúnst að koma sér á framfæri. Þá vil ég nefna að ég lærði spuna af Rolf-Erik Nyström, frábærum saxófónleikara í Osló og þar var einnig mjög flínkur kontrabassaleikari Hákon Thelin, sem kenndi mér mikið. Þá langar mig að minnast á Jon Faukstad, sem kominn er á eftirlaun, en bauð manni stundum í heimsókn til að hvetja mann við námið. Það er dýrt að stunda háskólanám og því vann ég alltaf smávegis með því. Stundum sem þjónn á veitingahúsi eða passaði börn hluta úr degi. Síðasta árið í Osló spilaði ég meira og fékk greitt fyrir það og þurfti ekki að gera neitt annað. Einu sinni var ég fengin til að leika við móttöku þegar íslensku forsetahjónin komu í opinbera heimsókn til Noregs og í annað skipti var ég fengin til að leika þegar Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis kom í heimsókn í Stórþingið. I Noregi er mjög vel greitt fyrir svona spilamennsku. Hvernig var loltaprófið? Eg fór í skiptinemanám til Freiburg í Þýskalandi og líkaði svo vel í Freiburg að ég ákvað að ljúka masternum þar 2020. Tónlistarháskólinn í Freiburg er frábær skóli og þar lærði ég t.d. mikið í upptökutækni,

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.