Harmonikublaðið - 15.05.2021, Qupperneq 12

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Qupperneq 12
Þétt skipað damgólfið íArnesi 2004. Ljósmynd: Siggi Harðar 1síðdegissól íÁrnesi 2007. Ljósmynd: Siggi Harðar Friðjón Hallgrtmsson Greinin er unnin að stórum hluta samkvœmt upplýsingum úr blaðinu Harmonikunni og Harmonikublaðinu, auk persónulegra viðtala. Sören Brix, norska harmonikuklúbbinn frá Brönnöy, Norðmanninn Emil Johansen, sem lék ásamt þremur ungum börnum sínum og Svíana Magnus Jonsson og Pierre Eriksson. Sérstaklega er minnisstætt þegar Emil Johnsen lék á dansleiknum með tveimur dætrum sínum tólf og fjórtán ára auk sonarins, sem var víst aðeins átta ára. Þetta mun vera yngsta hljómsveit sem leikið hefur fyrir dansi hjá FHUR. Það var að mörgu leyti gott að vera á Varmalandi og aðsókn oft mjög góð, en lítið var gert fyrir svæðið og 2016 fannst harmonikuunnendum hjólhýsaaðstaðan að Varmalandi ekki lengur boðleg fyrir mótsgesti, enda hafði lítið verið gert fyrir hana frá upphafi. Árið 2017 var svo fyrsta mótið haldið í Borg í Grímsnesi. Þar hafa meðal annarra heiðrað mótin með nærveru sinni Harmonikufélag Bodö í Noregi, Flemming Viðar Valmundsson og Asta Soffía Þorgeirsdóttir. Mótin á Borg hafa notið vinsælda ekki síður en í Arnesi og að Varmalandi. Þá er aðeins eftir að segja frá mótshaldi Harmonikufélags Reykjavíkur, Harmonikufélags Selfoss og Harmonikufélags Rangæinga. Það fór reyndar ekki mikið fyrir þessu móti, en á þriggja ára tímabili frá 2009 Velmennt í dansinum á Varmalandi. Ljósmynd: Siggi Harðar til 2011 hittust harmo- nikuunnendur úr þessum félögum að Brúarlandi í Landssveit. Þar er lítið en mjög vinalegt sam- komuhús. Ekki er að finna staf um þetta í Harmonikublaðinu frá þessum tíma og því erfitt um aðföng. Þar voru í forsvari Þórður Þorsteins- son frá Selfossi, Guðrún Guðjónsdóttir frá HFR og Jóhann Bjarnason frá Rangæingum. Það er hins vegar á hreinu, samkvæmt frásögnum vitna, að þarna var mikill og góður gleðskapur og hópurinn undi sér vel, þó aldrei yrði hann stór. Það hefur margt breyst á þeim ríflega þrjátíu árum sem liðin eru frá því að fyrstu harmonikumótin voru haldin. Nú orðið sést lítið sem ekkert af tjöldum, en meira af hjólhýsum, tjaldvögnum og húsbílum. Vegakerfið er gjörbreytt og allar aðstæður á mótssvæðunum með allt öðrum brag en áður. Gestirnir hafa elst örlítið en eitt er óbreytt, það er áhuginn á því að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Sitja saman og syngja á daginn og dansa við taktfasta harmonikutónlist á kvöldin. Meðan sá andi svífur yfir vötnum, má fullyrða að þessi menningarþáttur í lífi Islendinga sé ekki alveg búinn að syngja (spila) sitt síðasta. Hér með lýkur þessari þáttaröð minni um harmonikumótin á Islandi. Lokaorðin um mótin eru fengin úr texta Steingríms Sigfússonar við eigið lag sem Skafti Olafsson gerði ódauðlegt á árunum. Þau eiga svo sannarlega við: „Mikið var gaman að því“ Lifað og leikið á Varmalandi. Ljósmynd: Siggi Harðar 12

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.