Harmonikublaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 14
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir cx0 Qjn Vorið 2010 fór fram á vegum SÍHU keppni í harmonikuleik. Þar komu fram nemendur víðsvegar að af landinu og kepptu í þremur aldursflokkum. I keppninni komu fram margir af þeim sem áttu eftir að verða bestu harmonikuleikarar landsins, nú ellefú árum síðar. Nokkrir keppendanna luku námi hér heima, en fóru síðan í framhaldsnám ytra. Einn af þeim er Asta Soffía Þorgeirsdóttir, sem sigraði í sínum aldursflokki (13-16 ára). Síðan hefúr mikið vatn runnið til sjávar og ýmislegt hefúr á daga hennar drifíð síðan. Ég mælti mér mót við Astu Soffíu í vetrarlok til að forvitnast um þennan unga fúlltrúa harmonikunnar. Hvar og hvenær er Asta Soffia fædd? Eg er fædd á Húsavík 31. júlí 1995, dóttir Sigríðar Jónsdóttir, sem er Siglfirðingur og Þorgeirs Björns Hlöðverssonar frá Björgum í Kaldakinn. Var mikið um tónlist á æskuheimilinu? Foreldrar mínir eru miklir tónlistarunnendur og hafa alltaf haft gaman af dansi og hlusta mikið á tónlist. Það var oft mikið fjör og fjölmenni á Björgum og ömmufólkið mitt frá Gautlöndum skemmtilegt og fjörugt. Það hefúr gaman af tónlist og margir tónlistarmenn í þeirri ætt, þeirra á meðal Hjálmar H. Ragnar skólastjóri. Það eru margir söngfuglar ættaðir úr Gautlöndum. Hvernig kviknaði áhugi þinn á harmo- nikunni? Ég ólst upp á Húsavík, þar sem mörg frændsystkini mín lærðu á hljóðfæri og mér fannst bara eðlilegt að fara í tónlistarskólann, sem var og er alveg frábær. Það var mikið og fjölbreytt félagslíf á Húsavík þegar ég var að alast þar upp, mikið tónlistarlíf og leikfélag í miklum blóma, þar sem Diddi Hallmars (Sigurður Hallmarsson) og Dísa (Herdís Birgisdóttir) konan hans voru potturinn og pannan. Við Diddi nutum þess að leika saman, en hann var einstaklega mikil tilfinningavera og það átti vel við okkur að sýna tilfinningar í gegnum tónlistina. Hann Diddi var svo tilfinninganæmur að hann gat tárfellt við einn sérstakan tón, eða eina sérstaka laglínu. Hvar lærðir þú á hljóðfærið? Eins og komið hefur fram var mjög öflugt tónlistarlíf á Húsavík og ég byrjaði að læra á blokkflautu, en síðar kom að þvf að velja hljóðfæri til frambúðar. I skólanum var strákur 14 sem ég var svolítið skotin í. Hann var að læra á harmoniku og var bara mjög góður og auðvitað valdi ég harmoniku. Foreldrar mínir urðu steinhissa, þetta hafði ekki hvarflað að þeim. Þeim tókst ekki alveg að fá mig ofan af þessu, en sömdu við mig um að læra á trompett, en ég mætti líka reyna við harmonikuna. Þetta heppnaðist ágætlega og ég hafði mjög gaman af því að leika í lúðrasveitinni, en nikkan fór fljótlega í fyrsta sætið. Foreldrar mínir féllu fljótt fyrir harmonikunni og hafa stutt mig dyggilega frá upphafi. Með köttinn Skugga við mynd eftir vin sinn Didda Hallmars Heppin með kennara í upphafi Voru einhverjir áhrifavaldar fyrir norðan? Arni Sigurbjarnarson skólastjóri tónlistarskólans var mikill áhrifavaldur á þessum fyrstu árum mínum. Hann er ennþá góður vinur minn, sem mér þykir mjög vænt um. Hann hafði einstakt lag á því að auka áhuga okkar unga fólksins á tónlistinni. Hann var alltaf til staðar þegar við leituðum til hans og það var aldrei nein kvöð að æfa heima, það var bara skemmtilegt. Svo má ekki gleyma að hann leyfði okkur að hlusta á meistara í harmonikuleik eins og Frakkann Richard Galliano og Rússana Friedrich Lips og Iosif Puritz eldri. Þá kynnti hann okkur fyrir tónlist Pietro Frosinis, sem samdi margar ódauðlegar perlur á sínum ferli. Þá má bæta því við að meistari Astor Piazzolla var á dagskrá líka, auk Lars Holm, sem á margar góðar útsetningar fyrir harmoniku. Ekki má gleyma að hann kynnti okkur fyrir Bach og þeim félögum að sjálfsögðu. Árni lagði líka áherslu á að við gætum spilað eftir eyranu, sem er mjög mikilvægt til hliðar við nótnaspil. Þá langar mig að minnast áTogga (Þorgrím Sigurjónsson) sem ég kalla alltaf hesta afa. Hann er hjartahlýr músíkant af guðs náð, munnharpa er hans hljóðfæri, sem hann hefur spilað á alla ævi og svo er hann ansi lunkinn á harmonikuna. Ég byrjaði að vera með honum upp í hesthúsum þegar ég var 10 ára og hann hvatti mig eindregið áfram alla tíð í harmonikuleiknum. I gegnum Togga kynntist ég spili Toralf Tollefsen alveg frá því ég var 10 ára en hann

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.