Harmonikublaðið - 15.05.2021, Page 3

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Page 3
Harmonikublaðið ISSN 167Ö-200X Ábyrgðarmaður: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2, 108 Reykjavík Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet.is Prentvinnsla: He'raðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is W/ Prentgripur Forsíða: Forsíðumyndina tók Siggi Harðar í Ýdölum 2019. Meðal efnis: - Avarp formanns - Sagnabelgurinn - Ritstjóraspjall -1 fréttum var þetta helst - „Er hægt að spila svona tónlist á harmoniku?“ - Vorpistill úr Dölum - Tíðindalítið 2020-2021 hjá FHUR - Fróðleiksmolar um harmonikuna - Saga harmonikumóta á íslandi - 4. hlud - Viðtalið - Ásta Soffía Þorgeirsdóttir - Lag blaðsins eftir Ágúst Pétursson - Raddir vorsins - B.S.O. valsinn - Minning - Sigurður Hilmar Guðjónsson - Frostpinnar að vestan Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 28.000 1/2 síða kr. 18.000 lnnsíður 1/1 síða kr. 22.500 1/2 síða kr. 14.000 1/4 síða kr. 8.500 1/8 síða kr. 5.500 Smáauglýsingar kr. 3.500 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. ágúst 2021. V______________I_________________________________J C~., I I k Stjórn S.I.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Fiólatúni 16, 600 Akureyri S: 462 5534 / 820 8834 Varaformaður: Fiaraldur Konráðsson budarholl@simnet.is Sólbakka 15, 861 FFvolsvöllur S: 487-8578 / 893-4578 Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur S: 434-1207/861-5998 Gjaldkeri: Anna Guðrún Vigfúsdóttir smarabr3@simnet.is Smárabraut 3, 540 Blönduós S:452 4266 / 862 4266 Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason peturbj arna@in ternet. is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456-4684 / 892-0855 Varamaður: Sigurður Olafsson sandur2@simnet.is Sandi 2, 641 Húsavík S: 464-3539 / 847-5406 Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir bolstadarhlid2@gmail.com Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós S: 452-7107 / 856-1187 Kt. SÍHU: 611103-4170 Ritstjóraspjall Gleðilegt sumar Nú þegar hyllir undir afléttingu á samkomutakmörkunum gleðjast allir landsmenn að sjálfsögðu, enda fyrir löngu búnir að fá nóg af því að komast ekki í leikhús, ekki í bíó, ekki á ball, yfirleitt komast ekki neitt. Það er nú einu sinni þannig að maður er manns gaman og lífið er nú einu sinni sam- vinnuverkefni. Sem betur fer er það að hitta aðra, flestum jafn nauðsynlegt og súrefnið sem við öndum að okkur. Síðustu samkomur harmonikuunnenda fóru fram í febrúar á síðasta ári og margur því orðinn ansi langeygur eftir ærlegu harmonikuballi. Oll harmonikumótin á síðasta ári féllu niður og líkur eru á að meiri hluti mótanna í ár geri það sömuleiðis. Þannig er vitað að mót Selfyssinga og Rangæinga, sem halda átti á Borg í Grímsnesi fyrstu helgina í júní fellur niður. Þá fellur niður mót Húnvetninga og Nikkólínu sem haldið hefur verið árlega á Laugarbakka í Miðfirði undanfarin ár og óvissa ríkir um mót Skagfirðinga á Steinsstöðum. Þá er ótalin frestun tvívegis á landsmóti SÍHU. Áhrifanna gætir víða, því mótin eru í mörgum tilvikum aðalfjáröflun félaganna og fyrir mörg þeirra mjög mikilvæg. Vonir standa til þess að Þingeyingar og Eyfirðingar geti blásið til mótsins í Ýdölum síðustu helgina í júlí og Harmonikuunnendur í Reykjavík haldi sitt mót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina. En það eru ekki aðeins skemmtanir sem falla niður, heldur hafa æfingar hljómsveita í mörgum félögum verið í mýflugumynd, ef þá nokkrar æfingar hafa farið fram yfirleitt. Þá hafa félagar lítið geta farið á stofnanir og leikið fyrir heimilisfólk, en það hefur oft reynst ágætis æfingaleið fyrir marga. Ef allt fer að vonum munu æfrngar félaganna geta hafist á hausti komanda og þar með verður allt komið í góðan gang, til að halda langþráð landsmót í Stykkishólmi næsta sumar. Harmonikuunnendur, sem hafa gaman af að skoða landið okkar fagra verða, ef að líkum lætur, þó á faraldsfæti þrátt fyrir allt í sumar og munu standa fyrir fjöri hvar sem því verður við komið. I fréttum var þetta helst Félag harmonikuunnenda í Hornafirði hefur nokkrum sinnum haldið hagyrðingakvöld með dansleik á Smyrlabjörgum í Hornafirði. Hafa þetta verið mjög vel sóttar samkomur og ósvikin skemmtun yfir eina helgi. Nú hafa þeir ákveðið að efna til fagnaðar laugardaginn 30. október. Það er sem sagt gott lífsmark með Hornfirðingum. Jón Þorsteinn Reynisson mun verða heiðursgestur Félags harmonikuunnenda í Reykjavík á mótinu „Nú er lag á Borg“, sem haldið verður um verslunarmannahelgina. Ekki er vafi að margir munu mæta þar til hlýða á þennan frábæra harmonikuleikara, sem starfar nú sem tónlistarkennari á Akureyri, en kennir einnig á Húsavík. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir mun halda einleikstónleika með fjölbreyttri tónlist á Egilsstöðum 1. júlí og síðan barrokktónleika í Skálholti 10. júlí. Storm Duo, þær Ásta Soffía og Kristina stefna á tónleikaröð á landinu í september með mjög fjölbreyttri efnisskrá, en með áherslu á íslenska og norska þjóðlagatónlist í þeirra útsetningum. Jónas Ásgeir Ásgeirsson er á leið til landsins í sumar. Hann kemur ásamt Kimi hópnum og mun leika á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði 10. júlí. Hópurinn er ekkert venjulegur tónlistarhópur og verður spennandi að fara á Siglufjörð að hlýða á leik þeirra og uppátæki. Ekki skemmir fyrir að föðurætt Jónasar er frá Siglufirði. Flemming Viðar Valmundsson hefur að undanförnu leikið í sýningu Þjóðleikhússins á Nashyrningunum. Tónlistin er eftir Davíð Þór Jónsson og þykir mjög skemmtileg og sérstök. Flemming hefur fengið mjög lofsamlega dóma fyrir flutninginn. -------. Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn ísfjörð, Baldur Geirmundsson og Reynir Jónasson. v--------------------------------------) 3

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.