Harmonikublaðið - 15.05.2021, Qupperneq 9

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Qupperneq 9
veðrum. Oft voru launin ekki há, nokkrar krónur, kartöflupoki eða einungis nokkrir fríir drykkir. Sögur eru einnig til af því að ef mönnum þótti harmonikuleikarinn ekki nógu góður á dansleikjum, þá var farið heim til annars sem þótti betri og hann dreginn fram úr rúminu til að klára dansleikinn. Margir Accordion Cyrillus Damians þeirra hlustuðu eftir lagi og undirröddum af grammafónplötum eða í útvarpinu og lærðu þannig nýjustu smellina. Dansarnir voru oftast hefðbundnir evrópskir dansar s.s. valsar, rælar, polkar, marsúkkar, marsar o.fl. Þó svo að Islendingar hafi farið að spila sveiflu um 1920 er það vera Breta og Bandaríkjamanna hér á landi í seinna stríði sem hafði hvað mest áhrif á dansmenninguna. Unga fólkið drakk í sig nýtt hljómfall og skyndilega urðu til nýju og gömlu dansarnir. Smám saman upp úr 1960 verður allur tónlistarflutningur margraddaðri og harmonikkan missir vægi sitt, þó að hún hafi víða verið notuð til dansleikjahalds. Á þessum árum festist það viðhorf í sessi að harmonikan væri fýrst og fremst danshljóðfæri. Þeir sem spiluðu á harmonikur voru í fýrstu sjálfmenntaðir og er Bragi Hlíðberg fýrstur Islendinga til að nema harmonikuleik erlendis en hann hélt til Bandaríkjanna á fimmta áratug síðustu aldar til náms og fýlgdu fleiri í kjölfarið. Til gamans má benda lesendum á fimm þátta röð á Rás 1 undir þáttaröðinni Flugur í umsjón Jónatans Garðarssonar þar sem farið er ítarlega yfir feril Braga Hlíðbergs sem tónlistarmanns. Hvernig skal rita nafn hljóðfærisins? Harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Hvaðan er íslenska nafnið dregið og hvernig er réttast að skrifa það á góðri íslensku? Nafnið á hljóðfærinu hefur frá því að það barst til landsins verið ritað á marga vegu. I íslenskri orðsifjabók er orðið ritað harmónika og talið Pietro Frosini var meðal þeirra jýrstu til að semja lög sérstaklega jýrir harmoniku tökuorð úr dönsku á 19. öld, harmonika. Baldur Jónsson prófessor ritaði grein í ritið Málfregnir 1998, sem hann nefndi „Harmo- nikuþáttur“ og er þessi fróðleikur þaðan. Hann nefndi að Samband íslenskra harmoniku- unnenda hefði látið fara fram kosningu um hvernig rita skuli nafnið á hljóðfærinu en gagnrýni hafði komið fram á heiti á blaði SKANDALI harmonika TIL SOl.ll Vcrft kr. -1.000 I>ÓKIIALL.IJR ÞORLAKSSON Auglýsing í Siglfirðingi í maí 1963 samtakanna, Harmoníkan — blað harmoníku- unnandans. Kosið var á milli sex ritmynda meðal þátttakenda á haustfundi samtakanna 1998: Harmonika, harmonikka, harmoníka, harmó- nika, harmónikka, harmóníka Kosningin fór þannig að harmonika fékk langflest atkvæði eða 20 en hin nöfnin mun færri og harmóníka ekkert atkvæði. Akveðið var þá að heiti blaðsins skyldi breytt í Harmo- nikan - blað harmonikuunnandans. Lokaorð Þessi grein er einungis ágrip í mýflugumynd af sögu þessa merka hljóðfæris. Henni er ekki á neinn hátt ætlað að vera fræðigrein, þar sem stuðst var við fróðleik sem fundinn var víða um alnetið. Margir hafa þegar ritað fróðleiks- mola sem þessa, þar á meðal hefur Pétur Bjarnason skrifað skemmtilega grein um sögu harmonikunnar á Islandi og eins hefur Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir skrifað mjög ítarlega ritgerð um uppruna og þróun harmonikunnar í námi sínu við Listaháskóla Islands. Bendi ég á þær greinar ef áhugasamir vilja kynna sér efnið nánar. Ef einhverjar rangfærslur kunna að leynast í greininni er beðist fýrirfram velvirðingar á þeim, mest eru þessi orð ætluð til gamans þar sem lítið hefur verið um notkun hljóðfærisins nema í fárra manna hópi undanfarið ár. Agnes Harpa Jósavinsdóttir w w* .4*% ^te^nl eA að jwí að daída PvayyAðtfiqea- aq, pMéilcUPcemmiutt d fmqAlaiýöJiqutn C UcjAuapAði 30. oMáðeA nJL. YlánaA auxjtýAJ. iÁdaA. YYlex) iutnaAÍíu&ðju, 3'élaq, (íaAmxmLbuinnenda á UoAnxxpAÖi 9

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.