Harmonikublaðið - 15.05.2021, Qupperneq 20
í bundnu máli sem lýsir sambandi þeirra
æskuvinanna svo vel og jafnframt þessari
átthagaþrá sem var svo einkennandi fyrir texta
þess tíma.
Harpa ogAgústa Sigrún AgústscLztur
Kveðja
O, vinur hve við undum saman ungir,
I anda gengum við til nœgtaborðs.
Og vonir okkar hátt til lofts í Ijóma,
þá lyftu sér á vangjum tóns og orðs.
Við sáum framtíð fegri okkar samtíð
ogfengum hryggð í dýpstu gleði breytt.
Viðþráðum blœ og birtu jjarra stranda,
en bernskustöðvum unnum þó svo heitt.
Við hurfum brott úr heimi bernskudrauma
og hlutum leiði, stundum óskabyr.
Til frjórri marka, fundum eðalsteina,
en jylgja œttarmeiðsins knúði dyr
og mælti: Ykkur ber að syngja saman,
þann söng er löngum jyrr við eyra kvað.
En hann var aðeins hljómur liðins tíma
og hjörtu okkar máttu gráta það.
Og nú ertþú til fegri landafarinn,
égjylgi þér í hug með djúpri þökk.
Því vinum er ei skapað nema að skilja,
þú skilur best er rödd mín gerist klökk.
A milli okkar ei er þráður slitinn,
þú ert og verður stóðugt mér við hönd.
Viðþáðum margt sem þakka ber og virða,
en þó var œskan best — á gömlu Strönd.
Kristján frá Djúpahzk — 29. júlí 1986
Radd
' v«' ,%•;
ir vorsins
Fyrstu harmonikutónleikar vorsins fóru fram
á Selfossi á Sumardaginn fyrsta 22. apríl.
Aðalhvatamaður að þeim var gleðipinninn
Kristján Olafsson, sem undanfarin ár hefur
glatt harmonikuunnendur með líflegri
spilamennsku og glaðlegu viðmóti.
Tónleikarnir fóru fram í litlu samkomutjaldi,
sem komið hafði verið fyrir á flötinni á bak
við Bókakaffi Bjarna Harðar og veitingahúsið
Surf og Turf við Austurveginn. Þetta sama
tjald kom einmitt að góðum notum á
fjölmörgum uppákomum á Borg í Grímsnesi
í fyrra. Veðrið þennan fyrsta sumardag var
ósköp dæmigert sunnlenskt vorveður,
reglulegir gróðrarskúrir og sólarglennur á milli,
en sunnlenskir harmonikuunnendur hafa lengi
iifað eftir spakmælinu „Enginn er verri þó
hann vökni“. Þarna voru samankomnir sjö
harmonikuleikarar, auk títtnefnds Kristjáns,
Elísabet, Gyða, Asgerður, Ulla og Guðmunda
úr FHUR og Guðmundur Óli frá
Harmonikufélagi Rangæinga. Þá lék Gustav
Ölafsson á trommu og Jónas Pétur sá um að
halda öllu saman með öruggum bassaleik.
Þarna léku þessir gleðigjafar af fingrum fram
sitt lítið af hverju af tónlist, sem allir geta notið
á réttri stund. Til að lífga enn frekar upp á tók
Kristján saxófóninn í nokkrum standördum,
en hann lék lengi í lúðrasveitum á höfuð-
borgarsvæðinu áður en sveitalífið dró hann til
sín, fyrir áratugum síðan. Það minnti reyndar
stundum á Nikkólínu þegar Rikki í Gröf tók
saxófóninn til kostanna. Þetta voru hinir
skemmtilegustu harmonikutónleikar, sem
drógu reyndar allt of fáa áheyrendur til sín,
en það segir trúlega meira um tónlistaráhuga
Selfýssinga, en tónlistina sem flutt var.
Dagurinn hjá undirrituðum hófst með
hefðbundinni göngu eftir hitaveitustokknum
við Hæðargarð og fór það allt að vonum. Vinur
minn Sigurður Harðarson hafði boðið mér í
bíltúr effir hádegi til að fylgjast með þessum
fyrstu harmonikutónleikum ársins. Við
20
félagarnir ókum sem leið liggur á Selfoss upp
úr hádeginu. Þegar austur kom brá mér í brún,
ég var orðinn haltur. Ekki fann ég til sársauka
eða eymsla, en það fór ekki milli mála að það
var eins og hægri hlutinn á mér hefði skroppið
saman. Ég gerði tilraun og gekk um bílaplanið
og grasflötina. Jú, það fór ekki milli mála ég
var haltur. Ég hafði gengið hitaveitustokkinn
óhaltur stuttu áður. Þetta var undarlegt. Lengi
vel áttaði ég mig alls ekki á hver væri ástæðan.
Eftir langa athugun kom svo ástæðan í ljós og
ég þurfti ekki að leita læknis. Áhuginn að
komast á tónleikana hafði verið svo mikill að
ég hafði farið í sitt hvora tegund af skóm. Báðir
eru svartir Ecco skór, nauðalíkir, en annar er
með hæl en hinn flatbotna. Við þetta létti mér
stórum og var orðin albata um kvöldið og
mun hér eftir ganga óhaltur meðan báðir fætur
eru jafn langir.
FH