Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 20

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 20
fjölga miðstjórnarmönnum í 21, og frá Hrafnkeli A. Jónssyni um að hlutföll karla og kvenna í trúnaðarstöðum hjá ASI skuli vera sem næst hlutfalli karla og kvenna í ASÍ hverju sinni. Við umfjöllun í laganefnd dró Hrafnkell til- lögu sína til baka. Laganefnd þingsins skilaði meiri- og minnihluta áliti. Við 2. umræðu komu enn fram nokkrar breytingartillögur. Lagabreytingar þær sem samþykktar voru á þinginu eru birtar hér í sérstökum kafla á bls. 81. Vinnuverndarmál Framsögu um vinnuverndarmál hafði Guðjón Jónsson. Hann rakti aðdrag- anda að setningu laga nr. 46/1980, og rakti reynsluna af þeim. Hann ræddi skýrslu um starfsemi Vinnueftirlitsins (þingskj. nr. 6). Því næst gerði hann grein fyrir drögum að ályktun um vinnuvernd, bls. 14 á þingskj. nr. 4 og breytingartillögu á þingskj. nr. 11. Við umræður kom fram viðbótartillaga við ályktunina um vinnuvernd frá Þorbirni Guðmundssyni o. fl. Ekki átti að vera nema ein umræða um vinnuverndarmálin, en þingið ákvað að skipa vinnuverndarnefnd, sem fjallaði um ályktunardrögin. Tölvumál Hilmar Jónasson hafði framsögu um tölvumál. Ræddi hann þýðingu tækni- þróunar nútímans fyrir vinnandi fólk. Taldi ekki ástæðu til að óttast tölvu- tækni, en miklu skipta hvernig á málum væri haldið. Minnti á samkomulag ASI við Vinnumálasamband Samvinnufélaganna um tækni og tölvumál. Taldi hann mikilvægt að verkalýðshreyfingin tryggði sér íhlutunarrétt um þróun þessara mála til að gæta hagsmuna verkafólks. Skýrði hann drög að ályktun um tölvumál Aðeins var ein umræða um málið og drögunum .vísað til atvinnulýðræðisnefndar. Fjárhagsáætlun Jón Agnar Eggertsson hafði framsögu um fjárhagsáætlun sambandsins og gerði grein fyrir tillögum miðstjórnar á bls. 16, 17 og 18 á þingskj. nr. 4, sem m. a. felur í sér hækkun á skatti til ASI. Taldi hann að minnkandi fjárfram- lög ríkisins til verkefna ASI, viðgerð á húsnæði og tölvukaup gerðu þessa hækkun nauðsynlega. Enginn kvaddi sér hljóðs við 1. umræðu og var tillög- unum vísað til fjárhagsnefndar. Fjárhagsnefnd gerði tillögu um lítið eitt meiri hækkun skattsins. Var fjárhagsáætlunin afgreidd þannig. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.