Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 20
fjölga miðstjórnarmönnum í 21, og frá Hrafnkeli A. Jónssyni um að hlutföll
karla og kvenna í trúnaðarstöðum hjá ASI skuli vera sem næst hlutfalli karla
og kvenna í ASÍ hverju sinni. Við umfjöllun í laganefnd dró Hrafnkell til-
lögu sína til baka. Laganefnd þingsins skilaði meiri- og minnihluta áliti. Við
2. umræðu komu enn fram nokkrar breytingartillögur. Lagabreytingar þær
sem samþykktar voru á þinginu eru birtar hér í sérstökum kafla á bls. 81.
Vinnuverndarmál
Framsögu um vinnuverndarmál hafði Guðjón Jónsson. Hann rakti aðdrag-
anda að setningu laga nr. 46/1980, og rakti reynsluna af þeim. Hann ræddi
skýrslu um starfsemi Vinnueftirlitsins (þingskj. nr. 6). Því næst gerði hann
grein fyrir drögum að ályktun um vinnuvernd, bls. 14 á þingskj. nr. 4 og
breytingartillögu á þingskj. nr. 11. Við umræður kom fram viðbótartillaga
við ályktunina um vinnuvernd frá Þorbirni Guðmundssyni o. fl. Ekki átti að
vera nema ein umræða um vinnuverndarmálin, en þingið ákvað að skipa
vinnuverndarnefnd, sem fjallaði um ályktunardrögin.
Tölvumál
Hilmar Jónasson hafði framsögu um tölvumál. Ræddi hann þýðingu tækni-
þróunar nútímans fyrir vinnandi fólk. Taldi ekki ástæðu til að óttast tölvu-
tækni, en miklu skipta hvernig á málum væri haldið. Minnti á samkomulag
ASI við Vinnumálasamband Samvinnufélaganna um tækni og tölvumál.
Taldi hann mikilvægt að verkalýðshreyfingin tryggði sér íhlutunarrétt um
þróun þessara mála til að gæta hagsmuna verkafólks. Skýrði hann drög að
ályktun um tölvumál Aðeins var ein umræða um málið og drögunum .vísað
til atvinnulýðræðisnefndar.
Fjárhagsáætlun
Jón Agnar Eggertsson hafði framsögu um fjárhagsáætlun sambandsins og
gerði grein fyrir tillögum miðstjórnar á bls. 16, 17 og 18 á þingskj. nr. 4, sem
m. a. felur í sér hækkun á skatti til ASI. Taldi hann að minnkandi fjárfram-
lög ríkisins til verkefna ASI, viðgerð á húsnæði og tölvukaup gerðu þessa
hækkun nauðsynlega. Enginn kvaddi sér hljóðs við 1. umræðu og var tillög-
unum vísað til fjárhagsnefndar. Fjárhagsnefnd gerði tillögu um lítið eitt
meiri hækkun skattsins. Var fjárhagsáætlunin afgreidd þannig.
18