Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 21
Skipulagsmál
Þórir Daníelsson var framsögumaður. Hann gerði grein fyrir drögum að
ályktun á bls. 19 í þingskj. nr. 4. Taldi hann nauðsynlegar breytingar á skipu-
lagi ASÍ til samræmis við þróun og breytingar atvinnuhátta. Hann taldi nið-
urstöðu skipulagsráðstefnunnar sl. vor hafa verið að stefna að stofnun starfs-
greinafélaga, þó þannig að ekki yrði hróflað við uppbyggingu félaga og lands-
sambanda. Ein breytingartillaga kom fram um mannaráðningu o. fl. Málinu
var vísað til skipulagsmálanefndar þingsins. Nefndin varð sammála um að
mæla með samþykkt tillögu miðstjórnar um skipulagsmál. Sagði Þórir það
túlkun nefndarinnar að með þeirri samþykkt væri úr gildi fallin samþykkt
frá 26. þingi ASÍ um skipulagsmál og seinni samþykktir þar að lútandi. Kom
fram nokkur ágreiningur um stefnuna í skipulagsmálunum. Ályktun um
skipulagsmál var samþykkt á þinginu og einnig mótmæli gegn afskiptum
löggjafans af innra skipulagi hreyfingarinnar.
Kjara-, atvinnu- og efnahagsmál
Fyrsti varaforseti þingsins, Jón Karlsson, las drög að ályktun um kjara-,
atvinnu- og efnahagsmál, bls. 20 á þingskj. nr. 4. Síðan tók fyrri framsögu-
maður, Björn Björnsson, til máls. Rakti hann efnahagslegar forsendur í ná-
grannalöndunum og hérlendis og hver áhrif þeirra hefðu verið á kjaramálin.
Hann ræddi þróun kaupmáttar, málefni atvinnuveganna og þörfina á nýjum
atvinnugreinum ásamr eflingu hefðbundinna greina.
Þá tók til máls síðari framsögumaður, Guðmundur J. Guðmundsson. Gerði
hann samanburð á launakjörum verkafólks á Islandi og Norðurlöndunum
með hliðsjón af þjóðartekjum. Ræddi mikið vinnuálag íslendinga og óvenju-
lega mikla vinnu kvenna og unglinga. Taldi ekki hafa tekist að verja hlut
verkafólks nægilega. Hann lýsti þeirri skoðun, að heppilegra hefði verið að
semja um lækkun skatta í síðustu samningum. Kröfur launafólks um skatta-
lækkun réttlættust enn frekar af því að atvinnureksturinn hefði þegar fengið
tnargvíslegar skattaívilnanir. Taldi hann einstök félög þurfa að beita sér
meira á eigin spýtur í kjarabaráttunni en verið hefði.
Miklar umræður urðu um kjaramálin og margar tillögur komu frá fundar-
mönnum og var þeim vísað til kjaramálanefndar þingsins. í lok annarrar um-
ræðu voru samþykktar margar ályktanir í þessum málaflokki.
19