Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 44
svar við verðbólguvanda. Verkafólki er gert að niðurgreiða verðlagið af laun-
um sínum og axla alla efnahagsóreiðu þjóðarbúsins á sínar herðar. Aðgerðar-
leysi að öðru leyti lýsir hins vegar uppgjöf stjórnvalda gagnvart djúpristum
vandamálum efnahagslífsins. Þetta hefur berlega sannast í ár; vandamálin
eru þau sömu og áður, og ný bætast við. Kreddutrú sem kennd er við frjáls-
hyggju hefur leitt af sér okur á peningamarkaði, sem hvorki einstaklingar né
framleiðslufyrirtæki geta til lengdar staðið undir. Húsbyggjendur sæta afar-
kostum á lánamarkaði og verðbréfabrask og milliliðamang er arðvænlegra en
framleiðslustarfsemi af flestu tagi. Verðlagning vöru og þjónustu er á flestum
sviðum sleppt lausri. Fyrirtækjum er ívilnað í sköttum svo nemur hundruð-
um milljóna, en heildarskattbyrði launafólks aukin frá ári til árs.
III.
A undanförnum árum hefur þjóðarbú íslendinga orðið fyrir ýmsum
skakkaföllum. Mestur er skellurinn af samdrætti þorskafla, sem fallið hefur
nær því um helming á þremur árum. Þessi áföll minna okkur enn á, að ekk-
ert er mikilvægara en að renna nýjum stoðum undir útflutningsframleiðslu
í landinu, en óstjórn á flestum sviðum efnahagsmála hefur lengi staðið fyrir
þrifum í þessu efni. Skipulagsleysi á sviði fjárfestinga hefur valdið því að
fúlgum fjár hefur verið varið til verkefna sem engum arði hafa skilað. Dýr-
keypt mistök liðinna ára mega þó ekki byrgja framtíðarsýn. Stjórnmálaöfl og
hagsmunasamtök verða að leggjast á eitt um að móta þá framtíð, sem tryggt
geti fulla atvinnu og bætt lífskjör í landinu. Tækifærin skortir ekki. Vinnu-
fúsar hendur og vel mennt þjóð er auður, sem langt getur skilað okkur ef
stefnumótun er skýr og þess gætt, að þjóðfélagsleg sátt ríki um meginatriði:
— Ný tækni sem í senn er kennd við tölvu og byltingu ryður sér rúms í
auknum mæli. Engin ástæða er til þess að Islendingar verði einungis
þiggjendur í þessu efni. Hagnýting tölvutækni og aukin sjálfvirkni á
sviði sjávarútvegs, þar sem landsmenn búa að góðri undirstöðu og stór-
um heimamarkaði, er akur sem plægja verður.
— Hagnýtar rannsóknir verður að auka, svo verkkunnátta geti fylgt hrað-
fara tæknibreytingum samtímans.
— Lífefnaiðnaður sem byggir á nýtingu afurða hefðbundinna atvinnuvega
getur blásið nýju lífi í þessar greinar.
—■ Takmarkaðar náttúruauðlindir verður að nýta, m. a. með fullnýtingu fisk-
afla sem á land berst. Nýtni og gæði verða að sitja í fyrirrúmi. Aukin
vöruvöndun á öllum sviðum er ein af forsendum bættrar afkomu.
42