Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 44

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 44
svar við verðbólguvanda. Verkafólki er gert að niðurgreiða verðlagið af laun- um sínum og axla alla efnahagsóreiðu þjóðarbúsins á sínar herðar. Aðgerðar- leysi að öðru leyti lýsir hins vegar uppgjöf stjórnvalda gagnvart djúpristum vandamálum efnahagslífsins. Þetta hefur berlega sannast í ár; vandamálin eru þau sömu og áður, og ný bætast við. Kreddutrú sem kennd er við frjáls- hyggju hefur leitt af sér okur á peningamarkaði, sem hvorki einstaklingar né framleiðslufyrirtæki geta til lengdar staðið undir. Húsbyggjendur sæta afar- kostum á lánamarkaði og verðbréfabrask og milliliðamang er arðvænlegra en framleiðslustarfsemi af flestu tagi. Verðlagning vöru og þjónustu er á flestum sviðum sleppt lausri. Fyrirtækjum er ívilnað í sköttum svo nemur hundruð- um milljóna, en heildarskattbyrði launafólks aukin frá ári til árs. III. A undanförnum árum hefur þjóðarbú íslendinga orðið fyrir ýmsum skakkaföllum. Mestur er skellurinn af samdrætti þorskafla, sem fallið hefur nær því um helming á þremur árum. Þessi áföll minna okkur enn á, að ekk- ert er mikilvægara en að renna nýjum stoðum undir útflutningsframleiðslu í landinu, en óstjórn á flestum sviðum efnahagsmála hefur lengi staðið fyrir þrifum í þessu efni. Skipulagsleysi á sviði fjárfestinga hefur valdið því að fúlgum fjár hefur verið varið til verkefna sem engum arði hafa skilað. Dýr- keypt mistök liðinna ára mega þó ekki byrgja framtíðarsýn. Stjórnmálaöfl og hagsmunasamtök verða að leggjast á eitt um að móta þá framtíð, sem tryggt geti fulla atvinnu og bætt lífskjör í landinu. Tækifærin skortir ekki. Vinnu- fúsar hendur og vel mennt þjóð er auður, sem langt getur skilað okkur ef stefnumótun er skýr og þess gætt, að þjóðfélagsleg sátt ríki um meginatriði: — Ný tækni sem í senn er kennd við tölvu og byltingu ryður sér rúms í auknum mæli. Engin ástæða er til þess að Islendingar verði einungis þiggjendur í þessu efni. Hagnýting tölvutækni og aukin sjálfvirkni á sviði sjávarútvegs, þar sem landsmenn búa að góðri undirstöðu og stór- um heimamarkaði, er akur sem plægja verður. — Hagnýtar rannsóknir verður að auka, svo verkkunnátta geti fylgt hrað- fara tæknibreytingum samtímans. — Lífefnaiðnaður sem byggir á nýtingu afurða hefðbundinna atvinnuvega getur blásið nýju lífi í þessar greinar. —■ Takmarkaðar náttúruauðlindir verður að nýta, m. a. með fullnýtingu fisk- afla sem á land berst. Nýtni og gæði verða að sitja í fyrirrúmi. Aukin vöruvöndun á öllum sviðum er ein af forsendum bættrar afkomu. 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.