Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 46

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 46
ur í sókn til aukinna afkasta og aukinnar verðmætasköpunar sem leiðir til bættra launa, og er jafnframt forsenda fyrir auknu menningar- og fé- lagslífi verkalýðsstéttarinnar. Verkalýðshreyfingin og þjóðfélagið í heild verður markvisst að vinna að því að fólk geti lifað mannsæmandi lífi með 8 stunda vinnudegi. 35. þing Aiþýðusambandsins telur að verkalýðshreyfingin verði að taka frumkvæði að umræðu og stefnumótun um atvinnu- og efnahagsmál á breið- ari grundvelli en fyrr. Skýr stefna samtakanna í þessum málaflokkum er for- senda fyrir árangri í starfi og samstöðu verkalýðssinna hvar í flokki sem þeir standa. IV. Mjög alvarleg og erfið vandamál blasa nú við á sviði sjávarútvegs. Geig- vænlegur samdráttur sjávarafla og skert hlutaskipti hafa leikið sjómenn hart svo skerðing á kjörum þeirra er langt umfram það sem aðrir þjóðfélagshópar hafa orðið að þola. Ollum má ljóst vera, að í komandi kjarasamningum verð- ur ekki undan því vikist að rétta verulega hlut sjómanna. Sjávarútvegur íslendinga stendur að þremur fjórðu hlutum undir gjald- eyrisöflun þjóðarbúsins. Það skýtur því æði skökku við, að þessi undirstöðu- atvinnuvegur berst nú víða í bökkum, en milliliðir maka óspart krókinn á kostnað hans. Hluta þess vanda sem nú er við að etja í útgerð má rekja beint til þeirrar óráðsíu sem til skamms tíma var ríkjandi í skipakaupum. Af þessum mistök- um súpa menn nú seyðið. Ekki fer lengur á milli mála, að fiskiskipaflotinn er of stór miðað við þann afla sem við getum vænst að sækja. Þingið leggur áherslu á að nýsmíði, breytingar og viðgerðir á fiskiskipum fari fram í innlendum skipasmíðastöðvum. Afkoma útgerðar er mjög misjöfn, enda eldri skip mörg keypt með gjafa- lánum, en þau nýrri með gengistryggðum lánum, sem reynst hafa þung í skauti. Þáttur útgerðar og fiskvinnslu í atvinnulífi fjölmargra byggðarlaga er þess eðlis, að ríkjandi vandamál verða ekki leyst með handahófskenndri fækkun skipa. Ákvörðun um að leggja skipi gæti á stundum líka verið ákvörðun um að leggja atvinnu í rúst í heilu byggðarlagi. Vandinn verður heldur ekki leyst- ur með gengisfellingum sem auka allan tilkostnað. Vandinn er þjóðarbúsins alls og það verður að bregðast við honum með sértækum aðgerðum; tilfærslu fjármagns til sjávarútvegs frá þeim atvinnuvegum sem blómstra t. d. í versl- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.