Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 46
ur í sókn til aukinna afkasta og aukinnar verðmætasköpunar sem leiðir
til bættra launa, og er jafnframt forsenda fyrir auknu menningar- og fé-
lagslífi verkalýðsstéttarinnar. Verkalýðshreyfingin og þjóðfélagið í heild
verður markvisst að vinna að því að fólk geti lifað mannsæmandi lífi með
8 stunda vinnudegi.
35. þing Aiþýðusambandsins telur að verkalýðshreyfingin verði að taka
frumkvæði að umræðu og stefnumótun um atvinnu- og efnahagsmál á breið-
ari grundvelli en fyrr. Skýr stefna samtakanna í þessum málaflokkum er for-
senda fyrir árangri í starfi og samstöðu verkalýðssinna hvar í flokki sem þeir
standa.
IV.
Mjög alvarleg og erfið vandamál blasa nú við á sviði sjávarútvegs. Geig-
vænlegur samdráttur sjávarafla og skert hlutaskipti hafa leikið sjómenn hart
svo skerðing á kjörum þeirra er langt umfram það sem aðrir þjóðfélagshópar
hafa orðið að þola. Ollum má ljóst vera, að í komandi kjarasamningum verð-
ur ekki undan því vikist að rétta verulega hlut sjómanna.
Sjávarútvegur íslendinga stendur að þremur fjórðu hlutum undir gjald-
eyrisöflun þjóðarbúsins. Það skýtur því æði skökku við, að þessi undirstöðu-
atvinnuvegur berst nú víða í bökkum, en milliliðir maka óspart krókinn á
kostnað hans.
Hluta þess vanda sem nú er við að etja í útgerð má rekja beint til þeirrar
óráðsíu sem til skamms tíma var ríkjandi í skipakaupum. Af þessum mistök-
um súpa menn nú seyðið. Ekki fer lengur á milli mála, að fiskiskipaflotinn
er of stór miðað við þann afla sem við getum vænst að sækja.
Þingið leggur áherslu á að nýsmíði, breytingar og viðgerðir á fiskiskipum
fari fram í innlendum skipasmíðastöðvum.
Afkoma útgerðar er mjög misjöfn, enda eldri skip mörg keypt með gjafa-
lánum, en þau nýrri með gengistryggðum lánum, sem reynst hafa þung í
skauti.
Þáttur útgerðar og fiskvinnslu í atvinnulífi fjölmargra byggðarlaga er þess
eðlis, að ríkjandi vandamál verða ekki leyst með handahófskenndri fækkun
skipa. Ákvörðun um að leggja skipi gæti á stundum líka verið ákvörðun um
að leggja atvinnu í rúst í heilu byggðarlagi. Vandinn verður heldur ekki leyst-
ur með gengisfellingum sem auka allan tilkostnað. Vandinn er þjóðarbúsins
alls og það verður að bregðast við honum með sértækum aðgerðum; tilfærslu
fjármagns til sjávarútvegs frá þeim atvinnuvegum sem blómstra t. d. í versl-
44