Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 47

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 47
uninni. Líta verÖur sérstaklega til aðstæðna í hverju tilviki fyrir sig og jafna afkomu fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu. Samhliða þessum ráðstöfunum er nauðsynlegt að skipuleggja veiðar með þeim hætti, að tilkostnaður í greininni í heild verði sem minnstur, meðferð afla sem best og atvinna sem jöfnust. 35. þing Alþýðusambands Islands beinir þeirri áskorun til stjórnvalda, að þau bregðist nú þegar við vanda sjávarútvegs með raunhæfum aðgerðum, sem tryggt geti afkomu þeirra sem við útveg starfa. Jafnframt lýsir þingið yfir fyllsta stuðningi við sjómenn í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. V. Með pennastriki gengisfellingar hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að skerða verulega þá kjarasamninga sem undirritaðir voru fyrir 3 vikum. Gengislækkunin er varin með því, að nauðsynlegt sé að „endurreisa þau rekstrarskilyrði sem atvinnuvegunum voru búin fyrir launahækkanir". Það eru launafólki nokkur tíðindi, að launahækkun sem ekki er köm'n til útborg- unar kalli á gengisfellingu. Það sætir líka nokkurri furðu, að 12-13% launa- hækkun hefur á skömmum tíma verið svarað með 16-17% hækkun á verði gjaldeyris. Vöruverð hefur nú þegar stórhækkað, en fjöldi launafóiks bíður enn útborgunar hærri launa. 35. þing Alþýðusambandsins minnir á að í samningum ASÍ og VSÍ var lengi fjallað um svonefnda skattalækkunarleið. Ljóst er að áhugi á þessari leið stafaði m. a. af því að fyrir lá að ýmis fyrirtæki í sjávarútvegi gætu ekki tekið á sig verulegar launahækkanir. Með lækkun tekjuskatts og óbeinum kaupmáttartryggingum, svo sem aðhaldssömum ákvæðum um gengisstefnu, takmörkun á hækkun búvöruverðs, opinberrar þjónustu o. fl. vildu menn feta nýja leið til lausnar kjaradeilunni. Þegar til kastanna kom hafði ríkisstjórnin ekki áhuga á þessari leið. Þess í stað gekk hún sjálf til samninga á öðrum grundvelli sem lagði línur fyrir heildina. Það hlýtur því að vera á hennar ábyrgð að tryggja kaupmátt þeirra. í ljósi þessa hlýtur sú ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar að fella gengi með þeim hætti sem nú hefur verið gert að telj- ast sérstaklega ámælisverð. Þingið bendir á að vandi undirstöðuatvinnuveganna leysist ekki með geng- isfellingu. Ný hrina verðbólgu skellur nú á þjóðina, en stjórnvöld sinna í engu aðkallandi skipulagsaðgerðum í efnahagskerfinu. Jafnframt eykst misgengi milli atvinnugreina, sem margar blómstra á sama tíma og sjávarútvegur á víða í vök að verjast. Þingið lýsir fordæmingu sinni á þeim málflutningi sem hafður hefur verið 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.