Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 48

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 48
í frammi af forsvarsmönnum gengisfellingarinnar, sem setja samasemmerki milli leiðréttingar á launakjörum verkafólks og gengisfellingar. VI. Bann við verðbótum á laun hefur nú verið í gildi á annað ár. Fyrirætlanir eru um framlengingu þegar núgildandi bann rennur út. 35. þing ASÍ lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar, að afnema aðeins einn þátt þeirrar vísitölubindingar, sem í gildi er í þjóðfélag- inu. Þingið bendir á þá staðreynd, að vísitölubinding er í fullu gildi á öllum sviðum, nema að því er snertir laun. 35. þing ASÍ vill undirstrika þá skoðun sína, að kjarasamningar án verð- bóta, eru afar haldlítil vörn fyrir launafólk. Þótt ýmsir gallar hafi reynst vera á þeim verðbótakerfum, sem í gildi hafa verið, þá hafa þau að mati þingsins reynst mikilvæg vörn lauafólks gegn verðbólgu og kjararánsaðgerðum ríkis- valds og atvinnurekenda. Það er skoðun þingsins, að kröfur um verðbætur á laun, hljóti að verða ófrávíkjanlegar í næstu kjarasamningum. Þingið beinir því til miðstjórnar ASÍ að vinna að því að svo verði. VII. Eitt mikilvægasta kjaraatriði launafólks eru húsnæðismálin og varða þau raunar afkomu flestra heimila í þessu landi. 35. þing ASI krefst þess að stjórnvöld geri að veruleika þau fyrirheit sem gefin hafa verið af stjórnvöldum á undanförnum árum, og gert er ráð fyrir í löggjöf um húsnæðismál, að Vi hluta af húsnæðisþörf landsmanna verði mætt á félagslegum grundvelli. Þá telur þingið brýna nauðsyn bera til að lánshlutfall í almenna húsnæðis- málakerfinu verði hækkað og jafnframt dregið úr greiðslubyrði og tryggt að hún fari aldrei fram úr fyrirfram ákveðnu marki. Þingið mótmælir harðlega því vaxtaokri, sem nú viðgengst ásamt því að full verðtrygging fjármagns er heimiluð á meðan verðtrygging launa er bönnuð með lögum. Jafnframt er óhjákvæmilegt að dregið verði úr greiðslu- byrði þeirra sem komið hafa sér upp húsnæði eftir að full verðtrygging lána var tekin upp. VIII. í kjölfar stórfelldrar kjaraskerðingar hlýtur verkalýðshreyfingin nú að stefna fram til aukins kaupmáttar með endurskoðun samninga á næsta vori. Sérstaklega verður að stefna að því að bæta kjör lágtekjufólks og tryggja 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.