Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 49

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 49
launajafnrétti kynjanna. Með samræmdu átaki verður að stíga skref sem lyfti kjörum launafólks í jöfnum áföngum. Barátta verkafólks er barátta um sókn í stað stöðnunar, um kaupmátt en ekki kauptölur. 35. þing ASÍ skorar á öll aðildarfélög sín og sérhvern félagsmann sem skipar raðir samtakanna, að nota komandi mánuði til undirbúnings mark- vissrar sóknar í kjaramálum launafólks. Þingið leggur áherslu á, að tíminn verði notaður til allsherjarumræðu, í samtökunum, stéttarfélögunum og vinnustöðunum um markvissa áætlun fyr- ir endurheimt þess kaupmáttar sem tapast hefur. 35. þing ASÍ leggur áherslu á að samhæfð stefna og einhugur er það sem gildir í þessari baráttu. Ályktun um stöðu kvenna á vinnumarkaði Á síðusm árum hafa konur vaknað til vimndar um rétt sinn og nauðsyn samstöðu og lifandi starfs á öllum sviðum þjóðlífsins til þess að jafnrétti kynjanna geti komist á í raun. 35. þing ASI fagnar þeim áföngum sem náðst hafa í þessu efni og minnir um leið á, að jöfnun aðstöðu til vinnu og jafn- rétti á vinnustöðum, til launa og stöðuhækkana, á enn langt í land. —• Konur vinna erfiðisvinnu ekki síður en karlar. Með aukinni tækni og hraðari vinnu lenda konur oft í erfiðustu störfunum. Atvinnurekendur og yfirmenn færa sér í nyt eðlislæga skyldurækni og misbjóða oft konum með óhæfilegu vinnuálagi. Eftirtektarvert er að bónus t. d. í fiskverkun og iðnaði sem stóreykur vinnuálag er einkum tíðkaður í kvennastörfum. — Útivinnandi konur eru ekki síður en karlar fyrirvinnur heimila sinna. Misrétti í launum sem byggir á þeirri forsendu einni, að karlar sinni þessu hlutverki frekar en konur, mótmælir þingið eindregið. — Yfirborganir falla nær alltaf karlmönnum í skaut. Ef konur og karlar eru yfirborguð á sama vinnustað fá karlmenn mun hærri yfirborganir en konur. — Þingið fagnar útkomu bæklinga um heilsufar, vinnutilhögun, aðbúnað og félagslegar aðstæður fólks í fiskvinnu og fataiðnaði. Jafnframt beinir þingið því til miðstjórnar, að ASÍ leiti samstarfs við Vinnueftirlit ríkisins um frekari kannanir á áhrifum mikils vinnuálags á heilsu fólks sem vinnur lýjandi og einhæf störf. — Foreldri verða að eiga jafnan rétt til þess að sinna börnum sínum í veik- indum, án skerðingar á launum. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.