Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 49
launajafnrétti kynjanna. Með samræmdu átaki verður að stíga skref sem lyfti
kjörum launafólks í jöfnum áföngum. Barátta verkafólks er barátta um sókn
í stað stöðnunar, um kaupmátt en ekki kauptölur.
35. þing ASÍ skorar á öll aðildarfélög sín og sérhvern félagsmann sem
skipar raðir samtakanna, að nota komandi mánuði til undirbúnings mark-
vissrar sóknar í kjaramálum launafólks.
Þingið leggur áherslu á, að tíminn verði notaður til allsherjarumræðu, í
samtökunum, stéttarfélögunum og vinnustöðunum um markvissa áætlun fyr-
ir endurheimt þess kaupmáttar sem tapast hefur.
35. þing ASÍ leggur áherslu á að samhæfð stefna og einhugur er það sem
gildir í þessari baráttu.
Ályktun um stöðu kvenna á vinnumarkaði
Á síðusm árum hafa konur vaknað til vimndar um rétt sinn og nauðsyn
samstöðu og lifandi starfs á öllum sviðum þjóðlífsins til þess að jafnrétti
kynjanna geti komist á í raun. 35. þing ASI fagnar þeim áföngum sem náðst
hafa í þessu efni og minnir um leið á, að jöfnun aðstöðu til vinnu og jafn-
rétti á vinnustöðum, til launa og stöðuhækkana, á enn langt í land.
—• Konur vinna erfiðisvinnu ekki síður en karlar. Með aukinni tækni og
hraðari vinnu lenda konur oft í erfiðustu störfunum. Atvinnurekendur
og yfirmenn færa sér í nyt eðlislæga skyldurækni og misbjóða oft konum
með óhæfilegu vinnuálagi. Eftirtektarvert er að bónus t. d. í fiskverkun
og iðnaði sem stóreykur vinnuálag er einkum tíðkaður í kvennastörfum.
— Útivinnandi konur eru ekki síður en karlar fyrirvinnur heimila sinna.
Misrétti í launum sem byggir á þeirri forsendu einni, að karlar sinni
þessu hlutverki frekar en konur, mótmælir þingið eindregið.
— Yfirborganir falla nær alltaf karlmönnum í skaut. Ef konur og karlar eru
yfirborguð á sama vinnustað fá karlmenn mun hærri yfirborganir en
konur.
— Þingið fagnar útkomu bæklinga um heilsufar, vinnutilhögun, aðbúnað
og félagslegar aðstæður fólks í fiskvinnu og fataiðnaði. Jafnframt beinir
þingið því til miðstjórnar, að ASÍ leiti samstarfs við Vinnueftirlit ríkisins
um frekari kannanir á áhrifum mikils vinnuálags á heilsu fólks sem
vinnur lýjandi og einhæf störf.
— Foreldri verða að eiga jafnan rétt til þess að sinna börnum sínum í veik-
indum, án skerðingar á launum.
47