Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 54

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 54
Meðferð á tillögu að ályktun um stöðu hreyfingarinnar og næstu verkefni Nefndin hefur fjallaS um tillögu Guðmundar Hallvarðssonar og Páls Valdimarssonar á þingskj. 15. Með samkomulagi við flutningsmenn er nefnd- in sammála um að fella IV. kafla tillögunnar inn í ályktunardrög sín. M tek- ur nefndin undir þær hugmyndir varðandi vinnubrögð sem fram koma í VI. kafla tillögunnar, að undanskildum 1. tölulið, og er sammála um að leggja til að miðstjórn taki tillit til þessara hugmynda við undirbúning kjarasamninga. Að öðru leyti getur nefndin tekið undir ýmis þau sjónarmið sem fram koma á þingskj. 15 og er sammála um að mæla með því að tillögunni í heild verði vísað til þeirra aðila sem fara munu með undirbúning nýrra kjarasamninga og felur miðstjórn að kynna hana öllum félögum innan sambandsins. Þingið samþykkti þessa meðferð tillögunnar sem er svohljóðandi: Ályktun um stöðu hreyfingarinnar og næstu verkefni I. íslensk verkalýðshreyfing er á mikilvægum tímamótum um þessar mund- ir. Núverandi ríkisstjórn, með VSÍ og Verslunarráðið að bakhjarli, tókst á árinu 1983 að rýra kaupmátt launa um 25-30%, með fádæma þjösnaskap og gerræði og hefur síðan tekist að framfylgja lögbundnu banni sínu við verðbótagreiðslum á laun. Andspænis þessum árásum hefur verkalýðshreyfingin lítils megnað. Hana hefur skort árræði og dug til að snúast með markvissum hætti gegn sóknar- þunga ríkissjórnarinnar og atvinnurekenda. Hana hefur skort markvissa áætl- un fyrir endurheimt hins tapaða kaupmáttar. Hana hefur skort samstillta for- ystu til að fylgja slíkri baráttuáætlun eftir og veita henni leiðsögn. II. 35. þing ASÍ leggur áherslu á, að þessa þróunn verði að stöðva þegar í stað. Þingið lýsir áhyggjum sínum yfir því kjarkleysi, sem víðast hvar er ríkjandi innan samtakanna, þar sem slæm staða til átaka er sífellt notuð sem röksemd fyrir aðgerðarleysi, á sama tíma og skerðing almennra launakjara í landinu nemur 25-30%. Að mati þingsins er þessi þróun stórháskaleg fyrir einingu samtakanna. Ef fram heldur sem horfir er veruleg hætta á því að samtökin gangi sundruð til leiks, jafnvel liðist í sundur. Eining verkalýðshreyfingarinnar og samtaka- máttur fjöldans er í húfi. Stofnun samtaka fiskverkunarfólks og samtaka kvenna á vinnumarkaðn- 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.