Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 55
um eru dæmi um það hvernig óánægjan grefur um sig meðal almenns launa-
fólks.
III.
Markmið núverandi ríkisstjórnar er að brjóta niður verkalýðshreyfinguna
í landinu og nýta það svigrúm til að koma pólitískum fyrirætlunum sínum
í framkvæmd. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar byggist á tveim meginþátt-
um: Annars vegar á því að breyta tekjurskiptingunni verkalýðsstéttinni í
óhag og hins vegar á því að brjóta niður það velferðarkerfi, sem hér hefur
verið byggt upp á liðnum áratugum. Um leið og 35. þing ASÍ lýsir andstöðu
sinni og vanþóknun á þessari efnahagsstefnu, vill það jafnframt benda á, að
í kjölfar þeirrar gífurlegu kjaraskerðingar, sem átt hefur sér stað í þjóðfé
laginu, hefur orðið umtalsverð eignatilfærsla. Arsreikningar ýmissa fyrir-
tækja í þjónustu og verslun sýna ótvírætt hvers konar fjármunatilfærsla hefur
átt sér stað frá launafólki til verslunar og þjónustu.
35. þing ASÍ vill benda á, að það eru verkalýðssamtökin í þessu landi sem
hafa átt drýgsta þáttinn í því að móta og byggja upp íslenska velferðarþjóð-
félagið og þess vegna er það einmitt hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að
hafa forystu um það, að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar nái ekki fram að
ganga.
IV.
Bann við verðbótum á laun hefur nú verið í gildi á annað ár. Fyrirætlanir
eru um að framlengja þetta bann þegar gildistími núgildandi banns rennur út.
35. þing ASI lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar, að
afnema aðeins einn þátt þeirrar vísitölubindingar, sem í gildi er í þjóðfélag-
inu. Þingið bendir á þá staðreynd, að vísitölubinding er í fullu gildi á öllum
öðrum sviðum, nema á sviði launanna.
35. þing ASÍ vill undirstrika þá skoðun sína, að kjarasamningar án verð-
bóta eru afar haldlítil vörn fyrir launafólk. Þótt ýmsir gallar hafi reynst vera
á þeim verðbótakerfum sem í gildi hafa verið, þá hafa þau að mati þingsins,
reynst mikilvæg vörn launafólks gegn verðbólgu og kjararánsaðgerðum ríkis-
valds og atvinnurekenda. Það er skoðun þingsins, að kröfur um verðbætur á
laun, hljóti að verða ófrávíkjanleg krafa í næstu kjarasamningum. Þingið
beinir því til miðstjórnar ASÍ, að vinna að því að svo verði.
V.
Verkfall BSRB er á margan hátt lærdómsríkt fyrir verkalýðshreyfinguna í
heild. Af því má draga marga þýðingarmikla lærdóma. Verkfall BSRB sýndi
og sannaði:
53