Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 60
Frá fræðslu- og menningarmálanefnd:
Ályktun um fræðsiu- og menningarmál
Víðtæk þekking almennings á öllum þáttum þjóðfélagsins er grundvöllur
heilbrigðs samfélags. I nútíma þjóðfélagi er vitneskjan um réttindi og skyld-
ur nauðsyn og í raun óaðskiljanlegur þáttur virks lýðræðis.
Verkalýðssamtökunum ber skylda til að beita áhrifum sínum til að efla
menntun og þekkingu verkafólks á sem flestum sviðum. Afl verkalýðs-
hreyfingarinnar byggist ekki síst á þekkingu og meðvitund félagsmanna og
virkni þeirra.
Á undanförnum árum hafa verkalýðssamtökin náð ýmsu fram á sviði
fræðslu- og menningarmála. Skal þar nefnt fræðslustarfið í Félagsmálaskóla
alþýðu, trúnaðarmannanámskeiðin og sérstök verkefni og námskeið, sem
MFA hefur skipulagt í samráði við verkalýðsfélögin. Gott starf hefur einnig
verið unnið í Listasafni ASI, sem haldið hefur fjölmargar sýningar á undan-
förnum árum. Þá skal minnt á að endurvakinn hefur verið kór innan verka-
lýðshreyfingarinnar, kór MFA og fleiri kórar hafa tekið ril starfa í tengslum
við stéttarfélög. Er þess vænst, að það starf skili sér í þróttmiklu tónlistarlífi
innan verkalýðshreyfingarinnar á næstu árum. Sögusafnið er komið vel á
legg og ber að leggja áherslu á að efla það sem mest á komandi árum.
Ljóst er, að mikil breyting hefur orðið á möguleikum launafólks til frí-
stundaiðkana á síðustu árum. Talsverð samkeppni ríkir í þjóðfélaginu um
frístundir almennings. Á því sviði hefur verkalýðshreyfingin orðið undir í
baráttunni um athygli launafólks. Hér er vettvangur fyrir verkalýðsfélögin
og MFA, þar sem þessir aðilar gætu boðið upp á eftirsóknarverða kosti í frí-
stundaverkefnum. Sérstök ástæða er til að minna á aldraða, sem eru að hverfa
af vinnumarkaði eftir erfiðan starfsdag.
Brýna nauðsyn ber til að taka upp umræðu um starfsmenntun og fullorð-
insfræðslu innan verkalýðshreyfingarinnar og í framhaldi af því að ákveða
aðgerðir í þessu efni, m. a. á grundvelli stefnuyfirlýsingar Alþýðusambands-
ins. Sífellt aukin þörf er fyrir verkmenntun, endurmenntun og fullorðins-
fræðslu meðal félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar. I samvinnu við lands-
sambönd og félög innan ASÍ þarf að móta kröfur varðandi starfsmenntun á
sem flestum sviðum atvinnulífsins og leita eftir samningum við atvinnurek-
endur og ríkisvald um fyrirkomulag slíkrar fræðslu. Tryggja verður það
grundvallaratriði að verkafólk fái fullnægjandi tekjur meðan á námi stendur.
Þingið minnir á mikilvægi vinnuverndar og hvetur til þess að unnið verði
dyggilega á því sviði.
58